Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1962, Síða 47

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1962, Síða 47
FERÐASAGA AÐ AUSTAN land og einhver svartur depill Amsterdam í Hollandi. Slík kensla er hismi og húmbúgg, óveruleg og á móti heilbrigðri skynsemi. Hinsvegar gæti verið golt að segja börnunum ferðasögur eða kenna þeim að lesa þær; en það mættu þá ekki vera nema skemtilegar ferðasögur. Á sumrin eiga börnin sem sagt að fara í sveitina, og þar á að kenna þeim að þekkja sýsluna, sem þau er uppalin í, því það er nóg æfistarf í landafræði fyrir hvem meðalmann að kynnast vel sýslunni, sem hann er uppalinn í. Um dönsku eyjarnar varðar íslensk börn ekki nokkurn skapaðan hlut. Nógur tíminn að kynnast þeim, ef einhvers leið skyldi liggja þangað. í sveitinni munu börnin læra af sjálfu sjer að umgangast þau dýr sem til eru hjer á landi, en um önnur dýr varðar þau lítið, þar læra þau einnig að þekkja íslenskar jurtir, og síðan skyldi gefa þeim munnlegar skýringar á helstu náttúrufyrirbrigðum. í reikningi er ekki almenningi nauð- synlegt að kunna meir en litlu margföldunartöfluna. Þeir sem ætla sjer að verða verzlunarmenn, verkfræðingar eða stjömufræðingar hafa nægan tíma til að læra hærri stærðfræði þegar þar að kemur. Alt sem málfræði snertir á að lögbanna í almennum barnaskólum, en það á að kenna börnunum að lesa bækur, sem vit er í og vekja sálir þeirra til hrifningar af snildinni í verkum meistaranna, kenna þeim að lesa íslendingasögurnar og opna augu þeirra fyrir snildinni í íslenskum bókmentum og allri snild yfirleitt, hvar sem hún birtist. Er grátleg skömm til þess að vita, hvernig ypsilonastaglið, sem er meginatriði allrar íslenskukenslu í barnaskólum, hefur siðspilt þjóðinni og vakið hatur saklausra manna á hinu dýrasta menningarverðmæti voru, nefnilega íslenskri tungu. Y-ið er glæpsamlegur bókstafur, og það mætti eins vel kenna börnum gripdeildir, eins og það, hvar slík fígúra skuli standa í rituðu máli. Það sem mestu varðar er að gera börnin fær til að njóta tignar og fegurðar hversdagslífsins, að finna í öllum hlutum hina guðlegu eðlisþáttu; það á að kenna þeim að anda að sjer gleði lífsins í öllu og alstaðar. Svo að jeg tali áþreifanlegar, þá á í fyrsta lagi að kenna börnunum að vinna, kenna þeim sem flestar tegundir hversdagslegra starfsgreina, sem tíðkaðar eru á íslandi, til sjávar og sveita, og innprenta þeim framar öðru þann höfuðsannleik, að í starfinu er falin hin æðsta fullkomnun mannsins og hin dýpsta gleði. Jöfnum höndum á að kenna þeim að leika sjer, og stilla svo til, að starf og leikur geti sem best í faðma fallist, en slíkt er grundvöllur allrar listrænu og höfuðskil- greining allrar listar er einmitt þessi guðdómlegi samruni starfs og leiks. Það á að kenna börnunum að synda, glíma og dansa, og ekki má telja barn ferm- ingarhæft, sem ekki kann að synda, glíma og dansa, en þyki glímur ekki henta telpum, má kenna þeim einhvern annan leik jafn-fagran. Mikla áherslu skal 139
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.