Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1962, Side 98

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1962, Side 98
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR stærri. Það er íávizka að gæðameta þjóð- sögur í slíkri útgáfu, en það er staðreynd, að Leipzigar-útgáfan birti alls ekki neitt úrval úr þjóðsagnasafninu. Einn af beztu skrásetjurum Jóns Árnasonar var Brand- þrúður Benónísdóttir frá Glettingatungu. Flestar sagnir hennar komust ekki í Leip- zigar-útgáfuna. Þar er ekki heldur að finna neina fjörulalla, en af þeim sökum komst sú ágæta kynkvísl íslendinga ekki á blað í orðabók Blöndals. Ymis íslenzk og alþjóð- leg þjóðsagnaminni birtast fyrst í þessari útgáfu, t. d. sögurnar: Bjarndrengur og Bjarnhéðinn, Bárus Karlsson og Sigurður Karlsson og bræður hans í IV. og V. bindi, og fjöldi annarra þjóðsagnaminna, sem hér er ekki unnt að telja. Um íslenzkar þjóðsögur hafa ýmsir ritað, en próf. Einar Ólafur Sveinsson manna hezt á síðustu áratugum. Nýja þjóðsagnaútgáf- an leggur traustari grunn að íslenzkum þjóðsagnarannsóknum en áður var til. Is- lenzkar þjóðsögur eru að allmiklu leyti grein af alþjóðlegum stofni, en þær hafa flestar skýr íslenzk sérkenni. Allir kannast við Hans og Grétu og Oskuhusku. Þessar og ýmsar aðrar sögur Grimms-ævintýra eiga sér íslenzkar hliðstæður. Surtla í Blálands- eyjum er íslenzk gerð af Hans og Grétu, Ása, Signý og Helga eru persónur í ösku- buskusögum. Yfirleitt er talið að ævintýra- minnin séu komin hingað til lands utan úr veröldinni. Þetta er þó alls ekki öruggt ávallt, því að íslenzk sagnaminni gátu einn- ig borizt úr landi. Sagan af Gilitrutt og konunni, sem nennti ekki að vefa eða kunni það ekki, er sérkennileg gerð allmikils ævintýrabálks um stúlkuna, sem á að spinna gull, en getur það ekki. Islenzka gerðin af þessari sögu kvað finnast í Thi- sted á Jótlandi og á Vestur-frlandi. í Thi- sted var Árni gamli frá Geitastekk eitt sinn kennari, og frá vesturströnd frlands voru beinar siglingar til íslands seint á miðöld- um. Ef rétt reynist, að þetta þjóðsöguminni finnist einungis á þessum þremur stöðum. þá liggur næst að telja vaðmálið íslenzkt að uppruna, og svo gæti verið um fleiri þjóðsagnaatriði. Allstór hluti íslenzkra þjóðsagna er samt sem áður grein af alþjóðlegum, evrópskum stofni. Djákninn á Myrká er mjög „íslenzk" saga, en á sér að nokkru hliðstæðu í Eddu- kvæðum, þýzkum ljóðum, og söguminnið er þekkt suður á Spáni og norður í Svíþjóð. Ástin virðist vera jafnalþjóðleg hjá draug- um og mennskum mönnum. Þótt margt sé sameiginlegt með íslenzk- um og erlendum þjóðsögum, þá er enn fleira, sem greinir þær að. Höfuðeinkenni íslenzkra þjóðsagna er eins konar raunsæi og bókvísi. Meginhluti útilegumannasagn- anna virðist sprottinn af óskhyggju þjóðar- inar, draumum hennar um betri kjör og bú- sældarlegri sveitir en hún átti að venjast. í þessum draumum flýja íslendingar ekki langt frá veruleikanum, óskalöndin eru inn- an griplengdar þess, sem þeir þekkja, ævin- týrin gerast á jörðinni, en hvorki austan sólar né sunnan mána. Bækur, bréf og skrift eru allalgeng efnisatriði í íslenzkum þjóðsögum. í Sögubroti af Árna á Hlað- hamri liggur Jón útilegumaður uppi í rúmi og er að lesa í bók, þegar hann er veginn. Þeir Guðmundur frá Glæsibæ og Þorsteinn, félagi hans, rekast í þoku á útilegumanna- byggð suður undir jöklum, og situr þá höfuðpaurinn við skriftir, þegar þeir ganga í bæinn. Rauðklæddir og fínir útilegumenn eiga sér jafnan einhvern bókakost, en færri sögur fara af bókmenningu þeirra, sem verri bera klæðin. í sögum af Sæmundi fróða er kölski gerður að skólastjóra í Svartaskóla. Lýsingin á skólahaldinu kvað vera mjög rétt. f Sorbonne fór kennsla fram í myrkri á miðöldum, svo að nemendur gætu ekki skrifað sér til minnis. Hins vegar virðist alldjörf þjóðfélagsgagnrýni birtast í 190
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.