Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Side 13
GERSEMAR VORS FÖÐURLANDS
hreyfing var í Danmörku fram um
1830, engin pólitísk félög, þó var
nokkur hreyfing í félagsskap stúdenta
er þeir stofnuðu 1820; þar voru
stjórnmál aðaláhugaefni hinna yngri
manna.
í Danmörku var ritskoðun og hafði
verið svo frá 1799, og voru þau lög
eins og refsivöndur yfir hverri frjálsri
hugsun sem kynni að skjóta upp koll-
inum svo í trúarlegu sem stjórnarfars-
legu tilliti.
Einvaldurinn Friðrik VI hafði sér
til aðstoðar stjórnardeildir og þar
lierskara af embættismönnum sem
höfðu það hlutverk að gæta hags-
muna konungs í hvívetna. Um þessa
embættismenn Friðriks VI sagði Orla
Lehmann, hinn frægi danski stjórn-
málamaður, löngu síðar í endurminn-
ingum sínum, að hæfni og dugnaður
manna hefði verið á lágu stigi og
spilling afskapleg.10
Það reyndist oft geysilegum erfið-
leikum bundið að fá mál afgreidd í
stjórnardeildunum, ekki sízt ef þau
voru frá íslandi, að ekki sé nú um
það talað ef þau leiddu til fjárútláta.
Þá voru þau þæfð svo árum og ára-
tugum skipti, skrifað með þeim fram
og aftur milli stj órnardeilda innbyrð-
is og yfirvalda á íslandi, því að þetta
var skriffinnskuöld og tókst að seig-
10 Orla Lehmanns Efterladte Skrifter:
Erindringer, förste Afdeling, bls. 217 o. áfr.
o. v.
drepa nær hvaða mál sem var ef því
var að skipta.
Bjarni Þorsteinsson amtmaður
vann nokkuð lengi (1807—1821) í
stjórnardeildunum að loknu embætt-
isprófi. I ævisögu sinni lýsir hann
meðferð og afgreiðslu íslandsmála.
íslenzku málin voru í mesta glund-
roða og í sjálfu stjórnarráðinu svo
ókunn og lítilsvirt að nálega enginn
vildi hlýða á framburð þeirra. Skrif-
stofustjóra íslandsmála höfðu dönsku
kaupmennirnir sem á íslandi verzl-
uðu eins og þeir vildu, að sögn
Bjarna. Um annan skrifstofustjóra
segir Bjarni, að hann hafði óbeit á
öllu sem ísland varðaði og fyrirleit
það. Bjami var enn í Kaupmannahöfn
1834—1835 og segir að sami andinn
hafi þá ríkt hjá valdhafendum, að á
landið var litið sem sveitarómaga og
landsbúa sem misindisfólk11
Þetta ástand allt var ungum, ís-
lenzkum þj óðfrelsisvinum fullkunn-
ugt.
Þegar Baldvin Einarsson samdi til-
lögur sínar um bætt skólafyrirkomu-
lag á íslandi, gekk hann sjálfur með
þær fyrir konung ríkisins, hann vissi
sem var að annars lentu þær á hillu
einhverrar stjórnardeildarinnar og
ættu þaðan ekki afturkvæmt, eða ef
þær ætti afturkvæmt þá ekki fyrr en
eftir mörg ár, eftir langa og stranga
11 Æfisaga amtmanns Bjarna Thor-
steinssonar, 128.—131. og 178. bls. Tímarit
Bókmenntafélagsins 1903.
283