Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Blaðsíða 13

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Blaðsíða 13
GERSEMAR VORS FÖÐURLANDS hreyfing var í Danmörku fram um 1830, engin pólitísk félög, þó var nokkur hreyfing í félagsskap stúdenta er þeir stofnuðu 1820; þar voru stjórnmál aðaláhugaefni hinna yngri manna. í Danmörku var ritskoðun og hafði verið svo frá 1799, og voru þau lög eins og refsivöndur yfir hverri frjálsri hugsun sem kynni að skjóta upp koll- inum svo í trúarlegu sem stjórnarfars- legu tilliti. Einvaldurinn Friðrik VI hafði sér til aðstoðar stjórnardeildir og þar lierskara af embættismönnum sem höfðu það hlutverk að gæta hags- muna konungs í hvívetna. Um þessa embættismenn Friðriks VI sagði Orla Lehmann, hinn frægi danski stjórn- málamaður, löngu síðar í endurminn- ingum sínum, að hæfni og dugnaður manna hefði verið á lágu stigi og spilling afskapleg.10 Það reyndist oft geysilegum erfið- leikum bundið að fá mál afgreidd í stjórnardeildunum, ekki sízt ef þau voru frá íslandi, að ekki sé nú um það talað ef þau leiddu til fjárútláta. Þá voru þau þæfð svo árum og ára- tugum skipti, skrifað með þeim fram og aftur milli stj órnardeilda innbyrð- is og yfirvalda á íslandi, því að þetta var skriffinnskuöld og tókst að seig- 10 Orla Lehmanns Efterladte Skrifter: Erindringer, förste Afdeling, bls. 217 o. áfr. o. v. drepa nær hvaða mál sem var ef því var að skipta. Bjarni Þorsteinsson amtmaður vann nokkuð lengi (1807—1821) í stjórnardeildunum að loknu embætt- isprófi. I ævisögu sinni lýsir hann meðferð og afgreiðslu íslandsmála. íslenzku málin voru í mesta glund- roða og í sjálfu stjórnarráðinu svo ókunn og lítilsvirt að nálega enginn vildi hlýða á framburð þeirra. Skrif- stofustjóra íslandsmála höfðu dönsku kaupmennirnir sem á íslandi verzl- uðu eins og þeir vildu, að sögn Bjarna. Um annan skrifstofustjóra segir Bjarni, að hann hafði óbeit á öllu sem ísland varðaði og fyrirleit það. Bjami var enn í Kaupmannahöfn 1834—1835 og segir að sami andinn hafi þá ríkt hjá valdhafendum, að á landið var litið sem sveitarómaga og landsbúa sem misindisfólk11 Þetta ástand allt var ungum, ís- lenzkum þj óðfrelsisvinum fullkunn- ugt. Þegar Baldvin Einarsson samdi til- lögur sínar um bætt skólafyrirkomu- lag á íslandi, gekk hann sjálfur með þær fyrir konung ríkisins, hann vissi sem var að annars lentu þær á hillu einhverrar stjórnardeildarinnar og ættu þaðan ekki afturkvæmt, eða ef þær ætti afturkvæmt þá ekki fyrr en eftir mörg ár, eftir langa og stranga 11 Æfisaga amtmanns Bjarna Thor- steinssonar, 128.—131. og 178. bls. Tímarit Bókmenntafélagsins 1903. 283
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.