Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Page 16

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Page 16
JAMES BOGGS Bandarísk bylting (Margir trúa því statt og stöðugt að sagan muni aldrei kunna að greina frá annarri bylt- ingu í Norður-Ameríku en þeirri sent átti sér þar stað á 18. öld og lauk fyrir 180 árum. í ritgerð þeirri sem hér verða birtir úr nokkrir kaflar er þó haft fyrir satt að ekki einusinni Bandaríki Norður-Ameríku sjálf séu óhult fyrir þeirri byltingu sem nú fer loga um æ stærri hluta heimsins. Ritgerðin, sem er alls um 90 blaðsíður, birtist í júlí-ágúst hefti tíma- ritsins Monthly Review, og töldu ritstjóramir hana þess virði að helga henni allt það hefti. Höfundurinn er hálffimmtugur svertingi, fæddur í Suðurríkjunum, en hefur í meira en tuttugu ár verið verkamaður í bílaverksmiðjum Detroit-borgar. Ritgerðin er lýsing á þjóð- félagsástandinu í Bandaríkjunum um þessar mundir og skilgreining á þeim andstæðum sem verða æ óleysanlegri að óbreyttu þjóðskipulagi, og munu að lokum verða að kveikju hyltingar. Þær mótsagnir sem höfundur leggur mesta áherzlu á í því sambandi eru sprottn- ar af hinni nýju framleiðslutækni, sjálfvirkninni, hnignandi heimsveldisstöðu, efnahags- stjórn sem hefur stríðsrekstur að undirstöðu, og síðast en ekki sízt: af „negravandamál- inu“. Menn þurfa ekki að vera sammála Boggs í öllum atriðum til þess að viðurkenna skarp- leik athugana hans; ritstjórar Monthly Review gera til dæmis fyrirvara um sumar þær nið- urstöður sem hann dregur af aukinni sjálfvirkni bandarískrar framleiðslu. Tímarit Máls og menningar birtir þessa kafla úr Bandarískri byltingu vegna þess að oss íslendingum er mikil þörf á fræðslu um hið raunverulega þjóðfélagsástand í því ríki sem hefur, beint og óbeint, meiri áhrif á þjóðlíf vort en nokkurt annað ríki í heiminum. í þeim tveim fyrstu köflum ritgerðarinnar sem birtast í þessu hefti á sérstakt erindi til vor hin fróðlega frá- sögn af verkalýðspólitík í Bandaríkjunum, vegna þess að um þessar mundir neyta íslenzkir atvinnurekendur og aðstoðarmenn þeirra allra bragða til að koma hér á skipun svipaðri þeirri sem tíðkast í þessum málum þar vestra. Til þess eru vítin að varast þau. í næsta hefti verða birtir tveir síðustu kaflar ritgerðarinnar: um svertingja í Bandaríkj- unum, og niðurstöður höfundar um þá bandarísku byltingu sem í vændum er. — S. D.) Viðgancjur og hnignun verkalýðssambandanna UNDANFÖRNUM tuttugu árum hef- ur átt sér stað' í Bandaríkjunum iðnbylting, hraðstígari en í nokkru öðru landi, og samfara henni hefur orðið gagngerari breyting á stétta- skiptingunni í landinu en nokkurn hafði áður dreymt um. Svo hraðstíg hefur þessi iðnbylting verið, að 60 af hundraði af þeim starfsgreinum, sem nú eru við lýði, voru ekki einu sinni til í fyrri heimsstyrjöld, og 70 af hundraði þeirra starfsgreina, sem voru við lýði um aldamótin, eru nú 286

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.