Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Blaðsíða 16

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Blaðsíða 16
JAMES BOGGS Bandarísk bylting (Margir trúa því statt og stöðugt að sagan muni aldrei kunna að greina frá annarri bylt- ingu í Norður-Ameríku en þeirri sent átti sér þar stað á 18. öld og lauk fyrir 180 árum. í ritgerð þeirri sem hér verða birtir úr nokkrir kaflar er þó haft fyrir satt að ekki einusinni Bandaríki Norður-Ameríku sjálf séu óhult fyrir þeirri byltingu sem nú fer loga um æ stærri hluta heimsins. Ritgerðin, sem er alls um 90 blaðsíður, birtist í júlí-ágúst hefti tíma- ritsins Monthly Review, og töldu ritstjóramir hana þess virði að helga henni allt það hefti. Höfundurinn er hálffimmtugur svertingi, fæddur í Suðurríkjunum, en hefur í meira en tuttugu ár verið verkamaður í bílaverksmiðjum Detroit-borgar. Ritgerðin er lýsing á þjóð- félagsástandinu í Bandaríkjunum um þessar mundir og skilgreining á þeim andstæðum sem verða æ óleysanlegri að óbreyttu þjóðskipulagi, og munu að lokum verða að kveikju hyltingar. Þær mótsagnir sem höfundur leggur mesta áherzlu á í því sambandi eru sprottn- ar af hinni nýju framleiðslutækni, sjálfvirkninni, hnignandi heimsveldisstöðu, efnahags- stjórn sem hefur stríðsrekstur að undirstöðu, og síðast en ekki sízt: af „negravandamál- inu“. Menn þurfa ekki að vera sammála Boggs í öllum atriðum til þess að viðurkenna skarp- leik athugana hans; ritstjórar Monthly Review gera til dæmis fyrirvara um sumar þær nið- urstöður sem hann dregur af aukinni sjálfvirkni bandarískrar framleiðslu. Tímarit Máls og menningar birtir þessa kafla úr Bandarískri byltingu vegna þess að oss íslendingum er mikil þörf á fræðslu um hið raunverulega þjóðfélagsástand í því ríki sem hefur, beint og óbeint, meiri áhrif á þjóðlíf vort en nokkurt annað ríki í heiminum. í þeim tveim fyrstu köflum ritgerðarinnar sem birtast í þessu hefti á sérstakt erindi til vor hin fróðlega frá- sögn af verkalýðspólitík í Bandaríkjunum, vegna þess að um þessar mundir neyta íslenzkir atvinnurekendur og aðstoðarmenn þeirra allra bragða til að koma hér á skipun svipaðri þeirri sem tíðkast í þessum málum þar vestra. Til þess eru vítin að varast þau. í næsta hefti verða birtir tveir síðustu kaflar ritgerðarinnar: um svertingja í Bandaríkj- unum, og niðurstöður höfundar um þá bandarísku byltingu sem í vændum er. — S. D.) Viðgancjur og hnignun verkalýðssambandanna UNDANFÖRNUM tuttugu árum hef- ur átt sér stað' í Bandaríkjunum iðnbylting, hraðstígari en í nokkru öðru landi, og samfara henni hefur orðið gagngerari breyting á stétta- skiptingunni í landinu en nokkurn hafði áður dreymt um. Svo hraðstíg hefur þessi iðnbylting verið, að 60 af hundraði af þeim starfsgreinum, sem nú eru við lýði, voru ekki einu sinni til í fyrri heimsstyrjöld, og 70 af hundraði þeirra starfsgreina, sem voru við lýði um aldamótin, eru nú 286
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.