Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Qupperneq 24

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Qupperneq 24
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 1945—1946, þokaði hann nú til hlið- ar öllum herskáum og róttækum verkamönnum, sem í setuverkföllun- um á stríðsárunum höfðu gert UAW (Samband verkamanna í bifreiða- verksmiðjum) að fyrirmynd CIO. GM samþykktu nú hið sögulega stig- hækkunarákvæði, sem þeir höfðu hafnað 1946, þegar trotskistar báru það fram. Samþykkt var að taka upp nýja vísitölu kaupgjalds, sem lagði grundvöllinn að þeirri baráttuaðferð sambandsins, er kölluð var „vísitala sósíalismans“. Árið 1948 var einnig komið á fót stjórnmálanefnd sam- bandsins, en með tilstilli hennar von- uðust Reutherklíkan og leiðtogar CIO til þess að geta flutt vettvang barátt- unnar úr verksmiðj unum inn í sali Þjóðþingsins, þar sem þeir gætu beitt pólitískum áhrifum sínum. Árið 1950 lagði UAW fram hina sögulegu áætlun sína um eftirlaun, og það kom til 117 daga verkfalls hjá Chryslerverksmiðjunum. Með samn- ingnum sem gerður var upp úr þessu verkfalli „naglfesti“ Reuther (svo að notað sé eitt af eftirlætisorðatiltækj- um hans) áætlun um eftirlaun og or- lofsfé til handa verkamönnum. Það var þessi samningur, sem opnaði augu verkamanna fyrir því, hve „rígnegld- ir“ þeir voru við fyrirtækið, sem þeir unnu hjá, og að þeir voru í raun og veru gerðir að óaðskilj anlegum hluta þess. Samningurinn magnaði fyrstu alvarlegu andstöðuna meðal óbreyttra verkamanna, einkum hinna yngri, sem komu ekki auga á þann hagnað sem þeim væri í eftirlaunaáætluninni. Þetta fyrirkomulag breiddist flj ótlega út til annarra verkamannasambanda. UAW varð verkalýðshreyfingunni enn einu sinni til fyrirmyndar. En það gerðist fleira árið 1950: það ár var fimm ára samningurinn gerður. GM fagnaði honum ákaft og taldi að með honum væri tryggður fimm ára vinnufriður í iðnaðinum. Frá sjónarmiði verkamanna var hann upphaf þráteflis, og alls staðar brauzt út skæruhernaður, sem hélt áfram meðan samningurinn var í gildi og jafnvel þangað til næsti samningur rann út, 1958. Á þessum átta árum notuðu verkamenn skæruhernaðinn til þess að verja rétt sinn til eftirlits með framleiðslunni, en með aðstoð sambandsins tókst atvinnurekendum að ræna þá þeim rétti í áföngum. Á þessu tímabili óx atvinnurekend- um ásmegin fyrir stuðning stjórnar Repúblikana í Washington. Það tók að draga úr hagvextinum eftir að „lögregluaðgerðum" Trumans í Kór- eu lauk. En Bandaríkin héldu áfram að þokast af braut velferðarríkis inn á braut styrjaldarríkis: kalda stríðið hófst, McCarthy kom til sögunnar og róttækir menn áttu í vök að verjast. Taft-Hartleylögunum, sem samþykkt höfðu verið í tíð Trumans, var nú beitt að undirlagi Eisenhowers. Alls staðar var talað um sameiningu CIO 294
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.