Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Qupperneq 26
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
ing úr þessum tveim áttum héldu
verkamenn áfram að beita skæru-
hernaði gegn sérhverri tilraun iðn-
fyrirtækjanna til þess að fækka
verkamönnum, en starfsmenn sam-
bandsins neyddu þá jafnharðan til að
hverfa til vinnu aftur. Nýjar verk-
smiðjur með nýjum sjálfvirkum vél-
um tóku að rísa upp víðsvegar um
landið. Verkamönnum í gömlu verk-
smiðjunum var tvístrað og þeir flutt-
ir í nýju verksmiðjurnar. Þannig var
sú vélavinna, sem 1800 verkamenn
höfðu leyst af hendi í gömlu Chrysl-
er-Jefferson verksmiðjunni, unnin af
596 verkamönnum í nýju verksmiðj-
unni í Trenton, Michigan, sem sér
ekki einungis gömlu verksmiðjunni
fyrir vélahlutum, heldur öllum öðr-
um verksmiðjum fyrirtækisins.
Hundruðum verkainanna var sagt
upp, þegar framleiðslan óx, ekki ein-
ungis vegna hinna nýju sjálfvirku
véla, heldur einnig vegna þess að
verkamönnum var þröngvað til að
gæta fleiri hinna gömlu véla. Með því
að fjölga stýritækjum í hinum sjálf-
virku vélum og draga þannig úr eða
koma í veg fyrir bilanir, var jafnvel
hægt að komast af án viðgerðar-
manna.
Verkamennirnir hófu skæruverk-
föll, héldu fundi í félögum sínum,
samþykktu að neita eftirvinnu, allt í
þeim tilgangi að reyna að stöðva
þessa þróun. En sambandið hélt
áfram að senda þá aftur til vinnu, og
uppsagnirnar héldu áfram í hverri
deild verksmiðjunnar á fætur ann-
arri, náðu jafnvel til skrifstofufólks,
tímatökumanna og kaupgreiðslu-
manna. Þegar IBM bókhalds- og
reiknivélar tóku að bola burt skrif-
stofufólki, bættust tízkuklæddar stúlk-
ur í raðir verkamanna á verkfalls-
verðinum.
Loks, eftir að 137 skæruverkföll
höfðu staðið á einu ári hjá U.S.
Rubber og 700 skæruverkföll á þrem
árum hjá Chrysler, varð samkomulag
um það milli sambandsins og atvinnu-
rekenda, að allir verkamenn, sem
tækju þátt í skæruverkföllum, skyldu
fá áminningu í fyrsta skipti, en síðan
vera reknir. Með þessu var endi bund-
inn á skæruverkföllin. Og 1958 tók
sambandið í raun og veru sína eigin
gröf, þegar það var knúið til þess af
atvinnurekendum að skipa verka-
mönnum að halda áfram vinnu í fj óra
mánuði án nokkurra samninga. Sam-
tímis tóku atvinnurekendur upp nýj-
an mælikvarða á vinnuafköst eftir
eigin geðþótta, sem var bein ögrun
við sambandið. Þegar samningurinn
var loks undirritaður 1958, voru fáir
verkamenn, sem gerðu sér ekki ljóst
að atvinnurekendur voru nú einráðir
um allt í verksmiðjunum. Tímatöku-
menn og sérfræðingar í vinnuhagræð-
ingu fóru snuðrandi um verksmiðj-
urnar eins og blóðhundar, njósnuðu,
tóku myndir, og gægðust yfir axlir
verkamanna, en starfsmenn sam-
296