Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Page 39

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Page 39
BANDARÍSK BYLTING mundu mest á henni (þ. e. kapítalist- arnir) eru jafnhræddir við að taka hana í notkun og verkamennirnir sem eiga á hættu að verða settir utan- garðs. Fram til þessa hafa marxistar að flestu leyti fylgt hinni gömlu hjörð hálffaglærðra og faglærðra verka- manna, sem barizt hafa gegn sjálf- virkninni, en jafnframt hafa þeir reynt að telja sér trú um, að einka- fjármagnið muni ekki hafa bolmagn til þess að hagnýta sér sjálfvirknina til fulls. Hitt hafa þeir ekki gert sér Ijóst, að það er ekki einkafjármagn- ið, sem er að taka sjálfvirknina í þjónustu sína. Meginhluti þess fjár- magns, sem nú er lagt í sjálfvirkni, kemur frá ríkinu og kostnaðinn ber hver einasti þegn þjóðfélagsins, verkamenn jafnt og auðmenn. Það er allt gert í nafni vísindarannsókna og landvarna, en hverju nafni sem það nefnist, hagnast kapítalistarnir jafn- mikið á því og ef þeir hefðu lagt til fjármagnið sjálfir. Þannig hafa kapí- talistarnir fundið leið til þess að losna við þau miklu fjárútlát, sem hagnýting sjálfvirkninnar hefur í för með sér og kostnaðinn við það að kasta á haug vélum, sem enn eru not- hæfar. Eitt af meginstefnumálum stjórnar Kennedys er að hvetja til aukinnar sjálfvirkni með því að veita styrki fyrirtækjum sem taka hana upp í stór- um stíl, bæði í beinum fjárframlög- um og með eftirgjöf á sköttum. Þess- vegna eru verkamenn, sem beita sér gegn hagnýtingu sjálfvirkninnar, ekki einungis að berjast gegn einka- fjármagninu, heldur einnig gegn sam- bandsstjórninni í Washington. Samt eru þær andstæður, sem sjálfvirknin skapar, svo miklar, að jafnframt því sem ríkisstjórnin hvetur til aukinnar sjálfvirkni, verður hún að setja á stofn nefnd til þess að rannsaka hvað verða muni um þá verkamenn sem lenda utangarðs. Það er stöðugt talað um endur- þjálfun verkamanna. Samt vita þeir, sem mest tala um hana, að hún leysir ekki vandann. A sama tíma og verið er að þjálfa einstaka verkamenn, er verið að taka í notkun nýjar vélar, sem gera slíka þjálfun ónauðsynlega. Tökum til dæmis teiknara. Gamla að- ferðin er sú, að verkfræðingurinn skýrði hugmyndir sínar fyrir teikn- aranum, er rissaði síðan upp þessar hugmyndir og síðan voru rissmyndir hans fengnar í hendur öðrum teikn- ara til frekari útfærslu. Þriðji teikn- arinn gerði síðan lokateikninguna, sem sýndi nákvæma stærð, útlit og skeytingu svo að ekki munaði millj- ónasta hluta úr þumlungi. Nú þarf verkfræðingurinn ekki að gera annað en að tala hugmyndir sínar inn á seg- ulband, sem síðan er sett í rafreikni og þaðan koma hugmyndirnar full- teiknaðar. Þar næst er teikningin lát- in í ljósprentunarvél, og loks eru hin 309

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.