Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Qupperneq 41

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Qupperneq 41
BANDARÍSK BYLTING nauðsynlegt, halda flestir menn, allt frá stjórnmálamönnum og hagfræð- ingum til alþýðunnar, áfram að leita ráða til þess að hinn mikli fjöldi verkamanna geti áfram gegnt hlut- verki í framleiðslunni. En tækniþróuninni verður ekki snúið við, ef kjarnorkustyrjöld varp- ar ekki þeim sem eftir lifa aftur á stig veiðimennskunnar. Eftir að maður- inn var einu sinni kominn af stigi veiðimennskunnar á stig ræktunar, mæla engin skynsamleg rök með því, að hann hverfi aftur til veiðimennsku sér til lífsframfæris. Ef maðurinn þarf ekki lengur að teyma múlasna til þess að afla sér viðurværis, þá fær enginn hann til þess að teyma múl- asna. Hví skyldu menn þá halda áfram að leita sér að vinnu til stað- festingar á rétti sínum til að lifa, ef ekki er lengur nein efnahagsleg eða félagsleg þörf á því að þeir vinni? Marx gerði ráð fyrir löngu tíma- bili iðnþróunar, þegar verkamönn- um héldi áfram að fjölga jafnt og þétt. Hann taldi að í átökunum milli vinnuafls og auðmagns mundi skap- ast nýtt afl, ný manngildishugsjón í anda skipulags, samvinnu og aga, í skarpri mótsetningu við einstaklings- hyggju, samkeppnisanda og gróða- fíkn kapílalistanna. Og þetta afl sagði hann að væri hið nýja þjóðfélag að vaxa upp innan hins gamla. Þessi framtíðarsýn Marx komst furðulega nærri því að verða að veru- leika í skipulagi CIO á árunum eftir 1930. Verkamönnunum hafði fjölgað í samræmi við þarfir stóriðnaðarins, og nú kom til sögunnar samvinna þeirra, skipulagning, samheldni og uppreisn. Það er að vísu rétt, að þess- ir verkamenn tóku ekki völdin af kapítalistunum, en í heimskreppunni miklu var þrýstingurinn frá þeim svo mikill, að kapítalistamir neyddust til að setja á stofn velferðarríkið þar sem komið var á ýmsu því til almenn- ingsheilla, sem Marx hafði boðað. Þetta var fyrir þrjátíu árum. Og enn hugsa margir eins, enda þótt sjálfvirkni og rafreiknar fækki nú fremur en fjölgi verkamönnum. Þeir gera enn ráð fyrir, að meirihluta fólksins sé þörf til að framleiða varn- ing, og að sú framleiðsla muni áfram verða helzta ætlunarverk þjóðfélags- ins. Þeir hafa ekki getað horfzt í augu við þá staðreynd, að jafnvel þó að verkamennirnir tækju verksmiðjurn- ar í sínar hendur, mundu þeir áfram standa andspænis þeim vanda, hvað þeir eigi að gera við sjálfa sig eftir að vinna þeirra er orðin félagslega óþörf. Þeir hafa ekki getað horfzt í augu við þessa staðreynd af því að þeir hafa ekki gert sér neina grein fyrir því, hvað fólkið muni gera af sér, hvert verði hið mannlega hlut- verk þess eða hvernig málum þj óðfé- lagsins verði skipað, þegar vinnan 311
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.