Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Page 45

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Page 45
FJÖGUR SMÁLJÓÐ 4. Ég reika um hlerandi skóginn Allt er rótfast nema beinhvít sprekin og rotnandi leifar hrunins októberhimins sem brann í eldi næturfrostanna endur fyrir löngu Ekkert lifandi tré hirðir um að skara í öskuna með forki eða slútandi grein. Nú hvelfa eikur og bjarkir nýjan himin yfir fölnuðum sumrum og harpa Ijós dagsins: allt verður grœnt líkt og snjáðari litum væri ekki til að dreija í einþykkni skógarins virðist allt með felldu og engin greinileg skil milli feigðar og lífs skipla litum og hugboðum. Allt er á ferð gegnum ófreska jörð upp í fjarstæðubláan himin og fölnuð lauf eru grœn forsenda nýrrar upprisu. Sérhvert skógarins tré drekkur frjómagnað líf sitt úr eigin skinhelgum dauða. 315

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.