Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Page 53

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Page 53
KONRAD BERCOVICI Það er hægt að græða á skáldskap Feitur maSur um fimmtugt, sköllóttur og bláeygður, rétti mér hönd sína, sem var á stærð við svínslæri, og kynnti sig. Við vorum á leiöinni yfir Atlanzhafið á farþegaskipi. Ég heiti Levin, hvað heitið þér? Ég verzla með silki, með hvað verzlið þér? Ég tautaði að viðskipti mín skiptu engu máli. Eftir matinn, þegar kaffið var boriS fram, komu skipstjóri og bryti, heils- uðu mér og settust við okkar horð. Ég kynnti þeim þennan nýja kunningja minn sem fylltist lotningu þegar hann sá að ég var í kunnleikum við slíka höfðingja og spurði mig aftur um viðskipti mín. Ég hliðraði mér við að veita honum nokkurt ákveðið svar og hann horfði á mig hissa og tortrygginn. Klukkutima síðar sló Levin kunnuglega á öxl mér og sagði: Ég er búinn að komast að því hvað þér eruð, mér var sagt að þér séuð rithöfundur. Hversvegna sögðuð þér mér það ekki strax. ÞaS er ástæöulaust að skammast sín fyrir það. ÞaS hefur meira að segja komiö fyrir í minni fjölskyldu. GóSa nótt. Næsta dag var Levin búinn að ráða það við sig að segja mér ævisögu sína. Ég fremur hvatti hann til þess en latti, þótti bezt að ljúka því af. Þegar ein- hver hefur ákveðiS að segja öðrum ævisögu sína duga engin undanbrögð. Og því lengur sem það dregst því íburðarmeiri verður ævisagan og ósannari. Ekki er eins leiðinlegt að hlusta á neitt og uppspuna hugmyndasnauðra manna. Þegar búið var að borða fór ég upp á þilfar, settist í stól við hliðina á föru- naut mínum og sagði: Þér ætluðuð að segja mér eitthvaö, Levin, látið það koma. Levin ræskti sig og hummaði. Ég ætla að verða fáorður en segja yður samt allt frá upphafi til enda. Fyrst vil ég geta þess að Kantrowitz, sem líka verzlar með silki, er forn- vinur minn og fluttist til Ameríku um sama leyti og ég — fyrir tuttugu árum. 323

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.