Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Síða 57

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Síða 57
ÞAÐ ER HÆGT AÐ GRÆÐA Á SKÁLDSKAP sveið í hjartað. Ofaná allar áhyggjur af kaupsýslunni skyldi það bætast að slíkt kæmi fyrir í Ameríku. Skáldskapur! Og svo kom Kantrowitz einn dag inn í skrifstofu mína og ég sá það með hálfu auga á hegðun hans að hann var hamingjusamur. Stærsta vörupöntun hefði ekki getað gert hann svona hamingjusaman. Nei. Og ég fór að hugsa um hvað hefði komið fyrir hann. Ég var á ráðstefnu með sölumanni mínum, en ég sleit henni, kallaði á Kantrowitz afsíðis og sagði: Hvað er það Kantrowitz? Segðu það fljótt, ég er að springa. En hann var í svo miklu uppnámi að hann mátti ekki mæla. Loks sagði hann: Þú hafðir rétt fyrir þér, Levin, Izzy minn hefur komið fyrir sig vitinu, honum rennur blóðið til skyldunnar. í morgun tók hann að sér stöðu hjá A. G. B. silkifélaginu og fer eftir viku í söluferð út á landsbyggðina. Þessi drengur hefur bjargað lífi mínu. Og Kantrowitz grét eins og barn. Þetta gerði mig mjög hamingjusaman, ég get ekki sagt yður hve hamingju- samur ég varð. Stærsta silkipöntun hefði ekki glatt mig eins mikið. Jafnvel kaupsýslumenn hafa tilfinningar, skal ég segja yður. Ég sagði Kantrowitz að ég væri í miðri mikilsverðri ráðstefnu, en hún skyldi fá að bíða til morguns. Og svo fórum við út í bæ og fengum okkur flösku af góðu víni í tilefni dagsins, og við vorum glaðir og ánægðir og töluðum um gamla landið og fólk sem við höfðum þekkt. Okkur hafði ekki búnazt illa í þessu nýja landi, við höfðum grætt peninga og allt var nú eins og það átti að vera. Börnin okkar voru til fyrirmyndar, þeim rann hlóðið til skyldunnar. Ég fór svo heim og sagði konu minni þessi góðu tíðindi. En þegar Margrét dóttir mín heyrði að Izzy hefði tekið sinnaskiptum og væri að fara í söluferð fór hún að gráta og grét eins og hún hefði fengið mestu sorgarfréttir. Þú getur aldrei skilið kvenfólk, sagði ég við sjálfan mig. Það hefur heldur enginn getað hingaðtil. Hvernig átti ég þá að vita af hverju hún var að gráta, nema hún grét ekki af hamingju. Ég vissi það. Það er allt öðruvísi grátur. Ég skipti mér því ekkert af henni, hún var ef til vill að gráta af því, að hún fengi ekki að sjá Izzy fyrst um sinn. Ég vissi að þau fundust, þó ég hefði bannað þeim það. Stúlkur eru svo sjálfstæðar í þessu landi, og faðir sem veit það gefur sínar fyrirskipanir og þykist svo ekki taka eftir að þeim er ekki hlýtt. Að mánuði liðnum kom Izzy úr söluferðinni. Hann var sem nýr maður. Hann hafði látið klippa hár sitt og fötin hans voru hrein og strokin. Eigendur A. B. G. silkifirmans voru ánægðir með hann, ég símaði til þeirra og spurði þá um hann. Ég hugsaði með sjálfum mér að ég skyldi láta það afskiptalaust 327
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.