Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Page 64
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
elsínum“; eftir 16 ára rótleysisdvöl í
Frakklandi, Ameríku og Þýzkalandi,
snéri hann aftur til ættlands síns
1934, var hylltur og heiðraður með
Stalinverðlaunum og dó 1953 á land-
setri sínu hjá Moskvu. Óperu hans frá
árinu 1946 „Stríð og friður“ eftir
róman Tolstojs sáum við félagar í
Leníngrad; er hún áþreifanleg lýsing
á Rússlandsherför Napóleons og
bregður á breiðum boðungum kast-
ljósi á 2. heimsstyrjöld. Lokaopinber-
un óperunnar er stórkostlegur sigur-
óður, borinn uppi af föðurlandsást
og ríku þakklæti. Er þetta einn merk-
asti áfangi í allri óperusköpun Rúss-
lands og Sovétríkj anna.
Árið 1917 verða mikil þáttaskil á
öllum sviðum þjóðlífsins. Tónlist er
þar engin undantekning. Handverk,
sem stundum hafði verið ófullkomið,
þ. e. handverksleg kunnátta, færist í
aukana og verður skilyrði einnig fyr-
ir músíksköpun. Salónmúsík og sál-
rænt hugsæi einkatilfinninga víkur
fyrir þjóðfélagslegri samskynjun
kollektívismans. Ungir menn streyma
til náms hjá úrvalskennurum og lof-
syngja í verkum sínum sovétska átt-
haga, sem koma í stað föðurlands
keisaratimans. Einn hinna elztu er
Nikolai Miaskovskí (d. 1950), sem
samdi 25 symfóníur, hinar siðari í
anda sovétísks realisma: hljómferð
andar hörku og harðfengi, rýtminn
verður mikilfenglegur, laglína alþýð-
leg. Jurí Sjaporín (f. 1889) tilheyrir
sömu kynslóð og samdi symfóníska
kantötu, sem mikils er metin í Sovét-
ríkjunum, „Orustan hjá Kulikovo“,
um fyrsta sigur Rússa gegn Tatörum
1380 undir forustu þjóðhetjunnar
Dimitri Donskoj. — Af yngri kyn-
slóSinni ber langhæst nafnið Dimitri
Sjostakovitsj (f. 1906). Brim ogboð-
ar harðrar gagnrýni hafa iðulega
mætt honum, síðast í Pravda 1946 (9.
symfónían), en þar segir: „Þessi
músík stendur viljandi á höfði, til
þess að eiga ekkert sameiginlegt meS
symfónískum hljómi, með einföldu,
auðskildu tungutaki“. — En vitan-
lega verSa listamenn að reyna nýjar
leiðir, experímentera, þó ekki sé allt-
af jafn sjálfsagt aS allar tilraunir
tróni í konsertsal. Krítík er af mis-
jöfnum toga spunnin, sé hún aðeins
hótfyndni verkar hún neikvætt, sé
hún hinsvegar sprottin af umhyggju,
góðvilja og ábyrgðartilfinningu
verkar hún jákvætt. Sjostakovitsj sá
hið síðarnefnda og skrifaði 10. sym-
fóníu, sem að mínum dómi er einhver
bezta symfónía 20. aldar; hér nær
hann í listrænni stefj avinnslu spar-
neytni Beethovens, lýrík Griegs og
skaphita Tsjaikovskís. — Rússnesk
músík hefur jafnan verið sérlega mik-
ils metin með engilsaxneskum þjóð-
um, ekki sízt í Ameríku, og þar er
Sjostakovitsj arftaki og áframhald;
prófessor við Harvard-háskólann hef-
ur sagt: „Meðal amerískra músík-
unnenda beinist meiri athygli að
334