Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Qupperneq 64

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Qupperneq 64
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR elsínum“; eftir 16 ára rótleysisdvöl í Frakklandi, Ameríku og Þýzkalandi, snéri hann aftur til ættlands síns 1934, var hylltur og heiðraður með Stalinverðlaunum og dó 1953 á land- setri sínu hjá Moskvu. Óperu hans frá árinu 1946 „Stríð og friður“ eftir róman Tolstojs sáum við félagar í Leníngrad; er hún áþreifanleg lýsing á Rússlandsherför Napóleons og bregður á breiðum boðungum kast- ljósi á 2. heimsstyrjöld. Lokaopinber- un óperunnar er stórkostlegur sigur- óður, borinn uppi af föðurlandsást og ríku þakklæti. Er þetta einn merk- asti áfangi í allri óperusköpun Rúss- lands og Sovétríkj anna. Árið 1917 verða mikil þáttaskil á öllum sviðum þjóðlífsins. Tónlist er þar engin undantekning. Handverk, sem stundum hafði verið ófullkomið, þ. e. handverksleg kunnátta, færist í aukana og verður skilyrði einnig fyr- ir músíksköpun. Salónmúsík og sál- rænt hugsæi einkatilfinninga víkur fyrir þjóðfélagslegri samskynjun kollektívismans. Ungir menn streyma til náms hjá úrvalskennurum og lof- syngja í verkum sínum sovétska átt- haga, sem koma í stað föðurlands keisaratimans. Einn hinna elztu er Nikolai Miaskovskí (d. 1950), sem samdi 25 symfóníur, hinar siðari í anda sovétísks realisma: hljómferð andar hörku og harðfengi, rýtminn verður mikilfenglegur, laglína alþýð- leg. Jurí Sjaporín (f. 1889) tilheyrir sömu kynslóð og samdi symfóníska kantötu, sem mikils er metin í Sovét- ríkjunum, „Orustan hjá Kulikovo“, um fyrsta sigur Rússa gegn Tatörum 1380 undir forustu þjóðhetjunnar Dimitri Donskoj. — Af yngri kyn- slóSinni ber langhæst nafnið Dimitri Sjostakovitsj (f. 1906). Brim ogboð- ar harðrar gagnrýni hafa iðulega mætt honum, síðast í Pravda 1946 (9. symfónían), en þar segir: „Þessi músík stendur viljandi á höfði, til þess að eiga ekkert sameiginlegt meS symfónískum hljómi, með einföldu, auðskildu tungutaki“. — En vitan- lega verSa listamenn að reyna nýjar leiðir, experímentera, þó ekki sé allt- af jafn sjálfsagt aS allar tilraunir tróni í konsertsal. Krítík er af mis- jöfnum toga spunnin, sé hún aðeins hótfyndni verkar hún neikvætt, sé hún hinsvegar sprottin af umhyggju, góðvilja og ábyrgðartilfinningu verkar hún jákvætt. Sjostakovitsj sá hið síðarnefnda og skrifaði 10. sym- fóníu, sem að mínum dómi er einhver bezta symfónía 20. aldar; hér nær hann í listrænni stefj avinnslu spar- neytni Beethovens, lýrík Griegs og skaphita Tsjaikovskís. — Rússnesk músík hefur jafnan verið sérlega mik- ils metin með engilsaxneskum þjóð- um, ekki sízt í Ameríku, og þar er Sjostakovitsj arftaki og áframhald; prófessor við Harvard-háskólann hef- ur sagt: „Meðal amerískra músík- unnenda beinist meiri athygli að 334
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.