Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Page 70

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Page 70
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR þeirra. Sérlega verðmætt er hljóð- færasafnið með um 1200 strok-, blást- urs- og sláttarhljóðfærum frá rúm- lega 50 þjóðum Sovétríkjanna; bara frá Usbekistan eru um 40 mismun- andi söngtól. Við hliðina á frum- stæðilegum smalaflautum úr reyrpíp- um og bj öllutrommum úr hunds- skinni eru strengj ahlj óðfæri með silkistrengjum og skelplötuinnlagn- ingu eins og áðurnefnt tsjonguri frá Kákasus, oirotiska hornið abarga, sem líkir eftir öskri hjartarins og er því notað í veiðiferðum, abkasískt strokhljóðfæri apchertza með strengj- um úr hrosshári og lodlca Ostjaka, fornlegt áhald, spilað á það til að bjóða gesti velkomna. — Ennfremur eru hér geymdar í fónóteki upptökur allra beztu músíkanta, liðinna og lif- andi. í bókasafni konservatórísins eru um 350,000 verk músíkbókmennta, þar á meðal mikið af fágætum útgáf- um og ítölsk handrit frá 16. öld. í þessari merku stofnun eru einnig varðveittar margar meistarafiðlur, smíðaðar af Stradivarius, Guarneri- us, Amati o. fl. — Onnur háttsett músíkstofnun í Moskvu er músíkpedagógískt Gnes- sin-institut; takmark hennar er að mennta framúrskarandi kennara, sem einnig séu frábærir túlkandi lista- menn; hér lærði Lev Oborin, kennari Askenasis, en Oborin heyrðum við í Moskvu spila konsert Tsjaikovskís, okkur til óblandinnar ánægju. Hver stórborg Sovétríkjanna hefur á að skipa symfóníuhlj ómsveit, fíl- harmóníu, og konsertar eru haldnir á afskekktum stöðum eins og Altai, Karaganda eða Sakhalin; t. d. hefur Glasunov-kvartettinn í Leningrad á 25 ára starfstímabili leikið í 265 borgum Sovétríkjanna. Jafnvel á stríðsárunum hélt hljómleikahald áfram þrátt fyrir hernám stórra svæða. Árið 1943 efndi fílharmónía ríkisins til alls 118 þús. konserta með meira en 45 milljón hlj ómleikagest- um (voru það kór-, sólista- og kamm- ermúsíkkonsertar), en 1400 sym- fóníukonsertar voru árlega haldnir með einni milljón áheyrenda. Þá varð Leningrad-fílharmónían að flytja austur til Novosibirsk; á þrem- ur árum skipulagði hún þar 9000 kon- serta á stóru svæði allt til Altai og Narym. Haustið 1944 kom hljóm- sveitin aftur til Leningrad og hélt þá á starfsárinu 80 symfóníuhlj ómleika með 118 þús. konsertgestum. í Sovétríkjunum eru alls 79 óperu- og óperettuleikhús, eitt hinna stærstu er nú í Síberíu í borginni Novosi- birsk og rúmar 2000 manns. Sáum við félagar tvær óperur í Leningrad, auk Prokofjefs, Lakmé eftir Leo Dé- libes, hádramatískt verk með ágætum kröftum. Til dæmis um óperuflutning á erfiðum tímum má geta þess, að jafnvel árið 1943 fóru í landinu alls fram 14,000 óperusýningar með 12 milljón sýningargestum. Einkennandi 340

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.