Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Side 71

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Side 71
MÚSÍK í SOVÉTRÍKJUNUM er, að verkefnaskrá er víða borin uppi af innlendum verkum. Alþýðumúsík hefur frá fornu fari jafnan verið blómleg, og svo er enn; er hér að finna undirstöðuna undir öllu tónlistarlífi Sovétríkjanna, sjálfs- iðkun leikmanna, en án hennar þrífst til lengdar engin æðri tónlist. Rúss- um er músík svo í blóð borin, að þeir búa oft til raddir, er þeir syngja fjöl- raddað, er þá söngvari orðinn nokk- urskonar höfundur, er hann impróví- sérar frjáls og óbundinn. Tækifæri til slíkra æfinga eru býsna mörg, þeg- ar þess er gætt, að í ríkinu starfa alls um 13,700 kórar. Þar við bætast alls- kyns hlj óðfæraflokkar, harmóniku- hlj ómsveitir, mandólínhlj ómsveitir, lúðrasveitir, stroksveitir, symfóníu- sveitir og dansflokkar með hljóðfær- um. En þrá fólks nær lengra en til tóniðkunar einnar. Lærdómslöngun er áberandi. Til að fullnægja henni fara fram, fyrir menn á öllum aldri, námskeið er miðla þekkingu til betra skilnings á músík. Kennslustundum er hagað þannig, að ekki rekist á við vinnutíma. í Kiev eru slík kvöldnám- skeið orðin að kvöld-konservatóríi með fjögurra ára námstíma. Víða eru haldnir fyrirlestrar um músík fyrir almenning, ekki aðeins í Moskvu, heldur einnig í mörgum öðr- um borgum og þorpum (Tula, Tsje- Ijabinsk, Omsk); í Asksjebad í Túrk- meníu er áhugi mikill, oft eru þar haldnir mánaðarlega tíu fyrirlestrar um t. d. alþýðumúsík Túrkmeníu. rússnesk tónskáld (Glinka, Rimski- Korsakof), Beethoven o. fl. 1945 var stofnaður svokallaður háskóli fyrir músík í Moskvu; hann á að veita áhugafólki og konsertgestum dýpra skilning á verkum meistaranna; hér eru skýrð tónverk fyrir fólki allra at- vinnugreina. Má þar sjá gamla há- skólamenn, verkamenn, kennara, lækna, verkfræðinga, stúdenta og liðsforingja úr rauða hemum; einn- ig eru haldnar rannsóknaræfingar í þrengra hópi, er fjalla um form og tegundir tónlistar, hljóðfæri og mús- íkfagheiti. Kunnir listamenn koma þar af og til í heimsókn og flytja klassísk verk. Aðsókn nemur nú um 3500 manns. Ég átti þess kost að kynnast útvarp- inu í Moskvu og talaði þar við músík- deildarstj óra. Um 200 útvarpsráð eru í ýmsum hlutum Sovétríkjanna, sem öll leggj a efni af mörkum, en útvarps- stöðvar um 150 talsins. Helming sendingartíma útfyllir músikin í ýms- um myndum. Árlega eru flutt um 10 þúsund tónverk. Skýringar eru flutt- ar með öllum nýjum verkum, einnig með léttri músík og danslögum, er Rússar kalla estrade-músík, og mikill straumur bréfa berst daglega til alls- herjarútvarpsnefndarinnar í Moskvu, óskir, fyrirspurnir, dómar og álit um útsent efni, beiðnir um endurtekn- ingu efnis, ákveðin þjóðlög, eða t. d. Egmont og Coriolan eftir Beethoven, 341

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.