Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Side 78
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
skuggsjá. í þessu efni hafa Frakkar rétt
fyrir sér: í sjónleikjum sínum haga þeir svo
til, að ekki þarf a'ð skipta um leiktjöld
nema við þáttaskil; þannig er athöfninni
markaður skýr og þröngur farvegur, og ekk-
ert leiðir athygli áhorfanda afvega ..
En Shakespeare lét hann ekki í friði æv-
ina á enda, — og hvergi blasir þetta við
með eins ljósu og gagngerðu móti og í til-
raunum hans að semja óperu um „Lear
konung". Þeim sem sökkvir sér niður í rann-
sóknir á ævi Verdis, hlýtur að þykja sá
þáttur, sem þessar tilraunir varðar, dular-
fullur og heillandi í senn:
Þegar árið 1843 tók Verdi að velta því
fyrir sér — í sambandi við pöntun frá Fen-
eyjum — að færa sér „Lear“-efnið í nyt.
í það sinn varð þó „Hernani" eftir Victor
Hugo fyrir valinu í staðinn, — og það er
ekki fyrr en 1850, sem þessu efni skýtur á ný
upp í bréfi til Cammarano skálds (þess er
gerði textann að Farandskáldinu); og þar
setur Verdi fram áætlun, fullkomna og all-
nákvæma, um niðurskipun efnisins í óperu-
formi í þætti og atriði, sem Cammarano á
svo að fjalla nánar um. En Verdi átti samt
of annríkt við skyndiverkefni til þess, að
hann gæti sinnt Shakespeare-óperu, — um
sama leyti skrifar hann í bréfi til Carcanos,
sem hefur stungið upp á því við hann að
setja saman „Hamlet": „Þar sem ég hef
hitann í haldinu af tveimur pöntunum, hef
ég orðið að velja mér léttari og styttri efni
til að geta staðið við skuldbindingar mín-
ar.“ Þessar tvær óperur voru „Rigoletto" og
„Farandskáldið". — Síðan rekumst við aft-
ur á „Lear“ vorið 1853, en þá hefjast hréfa-
skipti Verdis og leikritaskáldsins Antonino
Somma (er síðar gerði textann að Grímu-
dansleiknum), þar sem þetta efni er rætt
aftur og fram af miklum áhuga. Þessi bréfa-
skipti ná yfir þriggja ára tímabil, og óperu-
textinn varð líka fullgerður, — enda þótt
Verdi hefði sitthvað út á hann að setja.
Hann tók nú að leita hófanna við San
Carlo-leikhúsið í Napólí um nákvæmlega
þá skipun í hlutverk, sem hann vildi hafa,
til frumflutnings þar. Hún reyndist hins
vegar óframkvæmanleg, og aftur var málinu
frestað. En nær það nú nokkurri átt, að
þetta hafi verið nóg til að aftra Verdi frá
því að hefjast handa með þessa tónsmíð?
Var það ekki öllu heldur tylliástæða gagn-
vart öðrum til að hætta við óperuna? Það
hvílir mikil leynd yfir Lear-þættinum, og
hann er vandrakinn; en meginþráðurinn
myndi þó vera sá, að Verdi, sem undan-
dráttarlaust vildi endurskapa hugarheim
skáldsins í tónlist sinni, hafi séð, að það
var honum einfaldlega um megn í þessu til-
viki. Ósennilegt er, að hann hafi ekkert
samið af músík við þetta efni allan þennan
tíma, og að líkindum hefur Verdi fellt
hluta af henni inn í síðari verk, fyrst og
fremst „Vald örlaganna", — og síðan eyði-
lagt afganginn. Til uppfyllingar þessu yfir-
liti unt örlagaferil „Re Lear“ skal hér að
lokum tilfæra heillandi sögu um Verdi og
Mascagni, er hinn síðarnefndi hefur sagt:
Á gamals aldri hafði Verdi lesið í dag-
blaði, að Mascagni hefði í hyggju að skrifa
„Lear“-óperu. Hann gerði boð eftir Mas-
cagni og spurði, hvort hann ætlaði sér þetta
í raun og sannleika. „Sé svo,“ sagði hann,
„þá get ég sagt yður, að ég hef mikið af
blöðum með frumvinnu að þessu verki, sem
mér þætti vænt um að mega fá yður í hend-
ur til þess að létta yður torvelt verkcfni."
Mascagni spurði Verdi, hvers vegna hann
hefði ekki sjálfur samið „Lear“. „Verdi
lokaði augunum í nokkrar sekúndur,“ segir
Mascagni, „... síðan svaraði hann, hægt og
í einlægni: „Lear konungur á heiðinni, það
atriði fældi mig frá því.“ ... Ég stökk á fæt-
ur,“ segir Mascagni að lokum, „sjálfsagt
mjög fölur, og hafði kreist aftur augun eins
og í krampa. Hann, hetja músikdramans,
hafði snúið frá, og ég ... ég minntist aldrei
framar á ævi minni á Lear konung."
348