Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Síða 80

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Síða 80
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR þeir séð, að aðalpersónurnar tvær eru reyndar þær einu, sem skýrt eru mótaðar í leikritinu. Lýsingin á Macbeth hefur, sem fyrr getur, verið gerð nokkru einfaldari, — en Lady Macbeth er aftur á móti ekki síður dregin minnisstæðum dráttum í óperunni en í leikritinu. í raun og veru er allt pex um þetta út í bláinn. Þar eiga heldur ekki aðrir hlut að máli en viss hópur menntafólks, bókrýnend- ur, sem hafa ekki jafnframt liaft skilyrði til að koma auga á það, sem þó er hér grundvallaratriði, svo að öll þrætan verður óraunveruleg, þegar þess er gætt: grund- valfaratriði, sem kalla mætti endurheimt í músík. En þar er einfaldlega um það nátt- úrulögmál að ræða, að óperumúsíkin — þar sem innblásið tónskáld er að verki — bætir það upp, sem fóma varð í frásögn og persónulýsingum, svo að í heildaráhrifum er einskis misst. Sé litið svo á, að þessi áhrif séu það takmark, scm að er stefnt, jafnt með sjónleiknum og tónlistinni, og söguefnið sé sameiginlegur grundvöllur þeirra og rót, þá er augljóst, að þessar tvær listgreinar leitast einungis við að ná tak- marki sínu hvor á sinn hátt, íklæða sögu- efnið hvor sínum búningi, — og hafi inn- blástur tónskáldsins beinzt í sömu átt og rithöfundarins og verið að sínu leyti engu minni, þá hlýtur skáldverk þess í tónum að standa orðinu jafnfætis. Snilligáfa Verdis og andlegur skyldleiki við Shakespeare er einmitt fólginn í því, að hann endurheimti í tónlist sinni, það sem Piave nam burt, og óf dýpt, fyllingu og ósviknar tilfinningar inn í gisna uppistöðu frásögunnar. Skáld- skapur orðsins er endurborinn í tónlistinni. Næstu árin eftir flutning Macbeths í París náði hann að vísu til nokkurra fleiri útskækla af heimskringlunni, — en um aldamótin var hann sjaldan fluttur utan Ítalíu. Sem sviðsverk var þessi meistaralega ópera því nær komin í glatkistuna. Hvern- ig gat það átt sér stað? Eins og áður er sagt, var ekki að finna í þessari óperu ýms þau atriði, meira eða minna marklaus og jöskuð, sem löngum liafa stuðlað að leik- húsfrægð. Það var meira af þeim í óperum Verdis frá 1851 og þar á eftir, — og þær hafa því átt auðveldan leik að varpa skugga á Macbeth. Ekki hefur svo bætt úr skák, að ævisöguhöfundar hafa keppzt um að ofur- selja hann gleymskunni, með því að viður- kenna að vísu tónvísindalegt gildi hans, en neita því að hann ráði yfir áhrifamagni, — synja honum hreint og beint sætis á bekk með óperunum frá og með árinu 1851, sem eru blóminn af verkum Verdis, með einni undantekningu þó. Eflaust hefur sú stað- reynd haft sín áhrif á þessa skriffinna, að óperunni hafði verið þokað í skuggann, og þeir sem sé ekki gert sér neitt sérstakt far um að framkvæma endurmat á henni. í kjöl- far þeirra skýtur svo öðru hverju upp enn ósjálfstæðari og ómerkari tækifærispenn- um — eins og þeim, sem vitnað er til í upp- hafi — sem beint eða óbeint renna stoðum undir liina almennu skoðun. Þannig er fals- matið lagt og vítahringurinn dreginn, — og ekki léttir það um vik að rjúfa hann, að þá sem gáfaðri eru og um músík rita, skortir kraft og hita til að opna öðrum skilning á verkinu. Macbeth opnaðist þó að vísu skarð í víta- hringinn, þegar Verdi-hrifningin blossaði sem ákafast upp í Weimarlýðveldinu þýzka. Þaðan náði hann 1938 til Glyndeboume með Fritz Busch, sem flutti hann svo þrem árum síðar til New York. Viðgangur hans eftir það í Bandaríkjunum náði hámarki með flutningnum í Metropolitan í febrúar 1959, þar sem Leonard Warren, sem nú er látinn, lék Macbeth, og Leonie Rysanek fór með hlutverk Lady Macbeth. Á Norður- löndum hefur Macbeth síðan verið fluttur í útvarpi, og Stokkhólmsóperan hefur hann á leikskrá sinni — að vísu aðeins sem gestaleik — í sambandi við Verdi-hátíða- höldin á þessu ári. 350
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.