Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1969, Blaðsíða 18

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1969, Blaðsíða 18
Kristinn E. Andrésson Herbert Marcuse Skoðanir Herberts Marcuses hafa hin síöustu ár gripið svo um sig, einkum meðal æskunnar, að segja má að hann hafi orðið átrúnaðargoð hennar, stúdenta og ýmissa menntamanna, ekki síður en Sartre varð með exist- entialisma sínum á árunum eftir stríð, og eru kenningar þeirra ekki að öllu leyti óskyldar, enda báðar að rekja til Heideggers og Hegels, og til Karls Marx og Engels sem þeir taka einnig margt frá. Sérílagi hefur vakið mikla athygli bók Marcuses One-dimensional Man (Einvíddar maður), sem út kom í Bandarikjunum 1964 og hefur síðan verið þýdd á ýmsar tungur. Marcuse er enginn unglingur lengur, þó að hann hafi orðið spámaður æskunnar, því að hann varð sjötugur í fyrra. Hefur hann áður ritað margar bækur, um félagsfræði, ontólógíu og heimspeki, er smásaman hafa vakið á honum athygli, þó að það sé í rauninni ekki fyrr en með Einvíddar manni og síðar A Critique oj Pure Tolerance (Boston 1965), sem nafn Marcuses hefur kom- izt á allra varir og hann ma. orðið helzti andlegi leiðtogi The New Left í Bandaríkjunum. Af eldri bókum hans má nefna Ævisögu Schillers 1925, Hegels Ontologie und die Grundlegung einer Theorie der Geschichtlichkeit (Frankfurt am Main 1932, endurútgáfa 1968) og fleiri rit um Hegel; þá Eros and Civilization (Boston 1955) og ýmsar ritgerðir um Freud og loks Soviet Marxism (New York 1958). í fyrirlestri sem hann flutti í Frankfurt am Main 1956 felst í rauninni kjarninn í Einvíddar manni, og sumarið 1967 hélt hann fyrirlestra við Gagnrýna háskólann í Vesturberlín og var fagnað sem læriföður der Neuen Linken. Herhert Marcuse er þýzkur að ætt, lagði stund á félagsfræði og heimspeki, starfaði í Þýzkalandi við rannsóknarstofnun í félagsfræði, en flýði þaðan undan nazistum 1933 og ári síðar til Bandaríkjanna og gerðist þar amerískur ríkisborgari og prófessor í félagsfræði, síðast við háskólann í San Diego í Californíu. Kenningar hans, eins og þær eru settar fram í Einvíddar manni og síðar, eru mjög mótaðar af bandarísku þjóðfélagi og lífsháttum í Banda- ríkjunum og dvöl hans þar. En samtímis er heimspeki hans öll af þýzkum 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.