Tímarit Máls og menningar - 01.06.1969, Blaðsíða 73
Urn nokkra þœtti brezkrar menningar
lieimspeki staðfastlega hafnað sjálfri hugmyndinni um andlega nýsköpun.
Wittgenstein skrifaði eitt sinn: „Heimspekin má alls ekki skipta sér af því
hvernig málið er notað í raun og veru. Hún getur, þegar öllu er á botninn
hvolft, aðeins lýst því. Því að hún getur heldur ekki skapað því neina und-
irstöðu. Hún skilur við allt eins og það er“. Endanleg afleiðing þessarar af-
stöðu var hin gífurlega flokkunarástríða Austins í setningafræðinni. Hann
réttlætti hana í ávarpi sínu til Aristótelesarfélagsins: „Hinn sameiginlegi
orðaforði okkar allra hefur að geyma allar þær aðgreiningar sem mönnum
hefur fundizt ómaksins vert að gera og öll þau samhengi sem til hafa orðið
á óralöngum tíma. Þau hafa haldið velli í hinni löngu baráttu um áframhald-
andi tilverurétt og því má eflaust telja líklegt að þau séu fleiri, ósviknari og
hæfi betur í mark, að minnsta kosti að því er varðar alla almenna og venju-
lega notkun, en nokkuð það sem búast má við að þér eða mér detti í hug,
þar sem við sitjum í hægindastólunum okkar einhvern seinni part dags__“
Enginn þarf að fara í grafgötur um félagslegt inntak slíkrar kennisetning-
ar. Gramsci skrifaði eitt sinn að ,„heilbrigð skynsemi“ væri þau hyggindi
ríkjandi stéttar sem í hag kæmu. Dýrkun „heilbrigðrar skynsemi" sýnir ljós-
lega hlutverk hinnar málvísindalegu heimspeki í Englandi. Hún gegnir hlut-
verki hinnar sljóvgandi hugmyndafræði sem lætur menn jafnvel gleyma því
alveg að til er annað hugmyndakerfi. Wisdom, einn af lærisveinum Wittgen-
steins, ritaði eitt sinn: „Upphaf og endir heimspekinnar er hin grunnfærna
athugasemd“. Orðugt mun að upphugsa algerari og skilyrðislausari viður-
kenningu á grunnhugtökum ríkjandi þj óðskipulags. Gellner hefur lýst vel
aðstöðu þeirra menntamanna sem voru fremstu boðendur hins nýja „lækn-
isdóms“: „Þetta er sérstakur hópur manna sem tilheyra yfirstéttinni eða eru
keppinautar hennar að því er varðar hátterni og framkomu. Það sem að-
greinir þá frá öflugri hluta yfirstéttarinnar er sérstakur næmleiki og háleitari
andleg grundvallarverðmæti. En jafnframt greinir áhugaleysi þeirra um hug-
myndir, röksemdir, grundvallaratriði og endurbætur þá frá þeim mennta-
mönnum sem enga liáskólamenntun hafa hlotið. Slíkur hópur ber ætíð þessi
tvö sérkenni og tilvist þeirra er öllum augljós”. Hin ákafa lofgjörð um ó-
brotið málfar og andúðin á tæknilegum hugtökum leiddi, þótt þverstætt
kunni að virðast, til sköpunar algerlega tæknilegrar heimspeki, sem gersam-
lega var slitin úr tengslum við venjuleg viðfangsefni í mannlegu samfélagi.
Sú áherzla sem lögð hefur verið á hið tæknilega í enskri nútímaheimspeki
hefur því óhjákvæmilega leitt til broddborgaraskapar. Augljósasta, almenna
einkennið sem af þessu leiðir er sjálfsánægja samfara lítilli lesningu. Sjálfur
63