Tímarit Máls og menningar - 01.06.1969, Blaðsíða 100
Tímarit Máls og menningar
I díalektískri efnishyggju hefur jafnan
verið lögð rík áherzla á, að ekki sé hægt
að hugsa sér efni án hreyfingar, né hreyf-
inigu án efnis. í þessu sambandi er ekki
aðeins átt við hreyfingu í hinni eiginlegu
merkingu, heldur hvers konar breytileika.
Nú, á atómöld, eru það orðin hversdagsleg
sannindi, að hreyfingin, breytileikinn, sé
einmitt grundvallareinkenni alls efnis,
kyirstaðan sé aðeins afstæðileg. Og höf-
undur spyr, hvers konar veruleiki það væri,
sem hvorki hefði til að bera breytileika né
áorkun. í hverju hann gæti birzt og hvem-
ig hægt sé að tala um veruleika, sem ekki
gæti birzt í neinu. I slíku hugtaki gæti
engin merking falizt. í framhaldi af því
bendir hann á, að eins sé háttað um efnis-
veruleikann í vilundarlausum heimi. Hann
hefur það sameiginlegt með hreyfingar-
lausu efni,að hann getur ekki bÍTzt í neinu.
Hugtak slíks 'heims væri gersamlega inn-
takslaust eins og hugtak um hreyfingar-
lausan heim. Og höfundur færir sig enn
nær kjarna viðfangsefnisins, er hann spyr:
„Hvað er sjálfsveran án hlutveru og hvað
er hlutveran án sjálfsvem? Þarf ekki bæði
ldutvera og sjálfsvera að koma til, þegar
um veruleika er að ræða? Er ekki allur
veruleiki eining hlutvem og sjálfsveru?“
(bls. 124).
Þegar efnishyggjumenn hafa rætt um
samband efnisveruleika og vitundar, hafa
þeir jafnan átt við mannlega vitund, þ. e.
a. s. vitund, sem er seint til komin á þróun-
arferli efnisins og getur slokknað hvenær
sem er, án þess það hafi nokkur áhrif á á-
framhaldandi veru efnisins. En hér er spurt
um vitund af allt öðram toga, sjálfsveru,
sem ævinlega hafi verið og verði óaðskilj-
anleg frá efninu.
Ut frá þessu kemur höfundur að spum-
ingunni um takmörk mannlegrar þekking-
ar, og í sambandi við það tekur hann dæmi
af óendanleik tíma og rúms, alhæfingu or-
sakalögmálsins í óendanlegum tíma og
rúmi. Gerir hann þar í alllöngu máli, sem1
ógerlegt er að rekja hér, grein fyrir glímu
Kants við það vandamál. Hér em aðeins
tök á að vitna í niðurstöðuna, sem um leið
er ein meginniðurstaða bókarinnar. Höf-
undur segir: „Hugsun, sem í rauninni
verður ekki hugsuð í orðsins fyllstu merk-
ingu, verður eigi að síður hugsunamauð-
syn. Allur annar skilningur á tilverunni
leiðir út í ógöngur ...“ (bls. 172—73).
Um þá þrautseigu viðleitni mannsins
að gera sér grein fyrir því, sem í rauninni
er ofviða mannlegum skilningi, segir höf-
undur:
„I sumum efnum eru takmörk mannlegs
ímyndunarafls afstæðileg og tímabundin á
sögulega og þróunarsögulega vísu, en í öðr-
um efnum eru þau alger og óyfirstíganleg,
vegna þess að það liggur í hlutarins eðli,
eins og þegar vitund takmarkaðrar veru
beinist að hinu ótakmarkaða, eða þá að
tilverustigi eða verundarsviði af öðmm
toga en þeim, sem hún er eðlisbundin við.
Þeirri spumingu, hvort hugsun, sem stefn-
ir út fyrir sjálfa sig, eða nánar til tekið,
út fyrir það svið, er hún er takmörkuð við,
geti baft nokkra merkingu og nokkurt
gildi, verður þó að svara afdráttarlaust ját-
andi. Eining tilvemnnar er nægileg rök
fyrir því. Hér getum vér tekið undir með
Hegel: Hin innri vera alls, sem er, birtist
með nokkrum hætti í fyrirbærunum. Þegar
hugsunin rekur vissa þætti reynslu vorrar
og rökferla, hlýttir hún að fylgja þræðin-
um til bins óþekkta og óþekkjanlega, þar
sem ræturnar eru. Á þessum mörkum hlýt-
ur inntak hugtaka vorra að vera ófullgert;
að því leyti, sem þau stefna út fyrir mörk-
in, er inntakið óákvarðanleg tilvist. En
einmitt vegna þess að hið þekkta á rætur
sínar í þeirri veru, sem hugur vor reynir
að ná tökum á þrátt fyrir takmörk sín,
getum vér komizt í óbeina snertingu við
90