Tímarit Máls og menningar - 01.06.1969, Blaðsíða 105
eigna sér það með því að skíra það mis-
mnnandi nöfnum.
Þótt hér hafi verið bent á nokkra van-
kanta, má það engan vegin skoðast sem
gagnrýni á bókina í heild sinni. í öðrum
kafla bókarinnar er t. d. fjallað um mikil-
væg atriði, s. s. hispurslausa skoðun á sam-
félaginu og afstæðisvitund fólks. Hið síð-
arnefnda hefur vitaskuld áður verið rætt af
öðrum höfundum, en gott er að höfundur
tekur það til meðferðar nú og skýrir hug-
takið í tengslum við nútíma samfélag. Það
er vissulega tímabært og gæti vakið marga
til umhugsunar. Dálæti höfundar á hispurs-
lausri skoðun á samfélaginu, mun vera frá
Veblen runnið. Má víða merkja áhrif hans
í þessum efnum á síðum bókarinnar. Og er
það vel.
Mér virðast miðkaflar bókarinnar heil-
legastir og bezt gerðir frá félagsfræðilegu
sjónarmiði. Þar er á mjög snjallan hátt
fjallað um nokkur mikilvæg efni eins og
lagskiptingu samfélagsins (social strati-
fication), félagslegt taumhald, hlutverka-
kenninguna og það sem höfundur kallar
„dramað í samfélaginu“. I þessum þáttum
tekst höf. að sýna okkur tilveruna í öðru
ljósi en við erum vön að sjá hana. Eftir að
hafa áttað sig á því, hvernig maðurinn býr
í samfélaginu og samfélagið í manninum,
mun ýmsum vafalaust finnast liinn „sjálf-
gefni heimur hruninn" og hið svokallaða
frelsi innantómt orðagjálfur. Samfélagið
hefur ekki aðeins hemil á athöfnum okk-
ar, heldur mótar það einnig sjálfsmynd
okkar, hugsanir og kenndir. Það umkring-
ir okkur, lykur um líf okkar á alla vegu.
Hið meðfædda félagslega eðli okkar leiðir
okkur inn fyrir múra samfélagsins, þar
sem fjötrarnir þrengja að okkur. Það má
segja höfundi til hróss, að hann yfirgefur
ekki lesandann á þessu dapurlega tilveru-
stigi, heldur bendir hann á leiðir til frelsis
og fullkomleika. Um þær leiðir skal þó
Umsagnir um bœkur
ekki rætt hér. Þær eru matsatriði, sem hver
og einn lesandi tekur afstöðu til fyrir sjálf-
an sig.
„Dramað í samfélaginu" nefnir höfund-
ur það, að „við séum dæmd til að vera
frjáls“, en öll óheilindi mannanna séu flótti
undan frelsinu. Aðeins fáir hafa þrek og
þor til að varðveita frelsi sitt, ganga út fyr-
ir hinar sjálfgefnu og troðnu slóðir sam-
félagsins og horfast í augu við mannlífs-
kjörin, án þess að sveipa þau huggunarrík-
um blekkingarhjúp. Þetta eru vel skrifaðir
og þróttmiklir kaflar og reistir á djúpri og
viturlegri hugsun. Sú spurning skýtur hins
vegar upp kollinum hvort þeir teljist ekki
frekar „socialphilosofi“ en hlutlaus, fræði-
leg félagsfræði. Því myndi höfundurinn ef-
laust neita, þvf að í síðustu köflum bókar-
innar leitast hann við að leiða rök að því,
hvernig félagsfræðileg bersýni getur opn-
að mönnum leið til að gera frelsi sitt að
félagslegum veruleika.
Inngangur að félagsfræði er bók sem víða
kemur við, eins og ég vona að hér hafi
tekizt að sýna. Yfirgripsmikil þekking höf-
undar leynir sér ekki, og þá skortir hann
ekki heldur vægðarleysi að sýna okkur
heiminn umbúðalaust. En frá hans sjónar-
miði eru töfrar félagsfræðinnar einmitt í
því fólgnir. Ekki trúi ég öðru en þessi bók
eigi eftir að vekja ýmsa til umhugsunar og
kveikja áhuga hjá ungu fólki til þess að
leggja stund á þessa fræðigrein.
Ástæða er til að fara lofsamlegum orðum
um þýðingu og frágang bókarinnar. Hvort
tveggja er mjög vel af hendi leyst. Þegar
hugað er að því, hve íslenzk tunga er fá-
tækleg að orðum í félagsfræði, má segja
að þýðendur hafi haft ærinn vanda við að
glíma. Mörg ágæt nýyrði hafa bætzt í mál-
ið, og munu allir, sem greininni eru eitt-
hvað tengdir fagna því.
Það sem mér þykir miður fara í þýðing-
unni eru tilraunir þýðendanna til að stað-
95