Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1969, Blaðsíða 62

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1969, Blaðsíða 62
Tímarit Máls og menningar í þessum löndum um þessar mundir hafa risið á legg annaðhvort á grund- velli arfleifðar marxismans eða í sviptingum við hana. Bretland er eina landið þar sem slíkar sviptingar hafa ekki átt sér stað. Þar reis ekki upp neinn marxískur hugsuður sem nokkuð kvað að. í raun og veru var marxisminn óþekktur þar til á árunum 1930—40. Þá náði hann skyndilega tökunum á nýrri kynslóð menntamanna sem reynsla kreppuár- anna og uppgangur fasismans hafði haft djúp áhrif á. Þegar litið er til baka er erfitt að kveða upp réttlátan dóm um árin milli 1930—40. A engum áratug hefur skilningur síðari kynslóða verið myrkvaður meir með þjóð- sögum og klisjum. Endurminningin um hann hefur verið mótuð af andstæð- ingum þeirrar þróunar sem þá gerðist og af þeim sem brugðust málstaðnum. Það þarf að koma til víðtækt sögulegt endurmat til þess að leiða að nýju í ljós sannleikann um þessi ár. Vitað er að þá snerust enskir menntamenn sjálfkrafa til róttækra viðhorfa en hefðbundinn svefnhöfgi varð að þoka. Meginhvati þessarar þróunar voru atburðir á stj órnmálasviðinu. Griðasátt- máli Hitlers og Stalíns og heimsstyrj öldin síðari bundu enda á hana eftir fáein ár. Yfirgnæfandi meirihluti þeirra menntamanna sem um hríð höfðu stutt vinstriöflin, snerust á sveif með hægriöflunum og „eðlilegt ástand“ komst aftur á í ensku menningarlífi. Eldmóður fjöldans var skammær. Hann var tímabundin afleiðing stjórnmálaþróunarinnar og risti alls ekki djúpt menningarlega í þessu tilviki. Ritum Marx sjálfs var í rauninni sáralítill gaumur gefinn, og sama máli gegndi um hið fræðilega sköpunarstarf á grund- velli kenninga hans að honum látnum. Kenningar hans voru í andstöðu við öll ríkjandi viðhorf og hefðir enskrar hugsunar og menningar. Það hefði þurft umfangsmiklar fræðilegar athuganir og endurmat til að samsama þær henni fullkomlega. En margir hinna róttæku í þann tíð hugsuðu um allt fremur en það. Þetta átti að nokkru rót sína að rekja til þess að á þeim árum voru menn framar öllu með hugann við nærgöngula atburði á stjórn- málasviðinu. En þetta var líka afleiðing af skoðunnm þeirra á menningar- málum. Þrátt fyrir aðra afstöðu í stjómmálum voru þeir undir niðri eftir sem áður trúir erfðum líberalismans. Á því varð engin breyting. Starf þeirra flestra bauð slíkri fastheldni heim. Fæstir í hópi róttækra manna á árunum milli 1930—40 voru sagnfræðingar, félagsfræðingar eða heimspekingar. Hins vegar var í þessum hópi ofgnótt skálda og raunvísindamanna, en einmitt þessir tveir starfshópar voru sízt til þess fallnir að koma á varanlegri póli- tískri umsköpun á enskri menningu. Þegar á það reyndi að þeir beittu þeim kenningum sem þeir hylltu í orði, varð árangurinn oft slæm list og falsvís- 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.