Tímarit Máls og menningar - 01.06.1969, Blaðsíða 22
Timarit Máls og menningar
hættu? Tilraunin til aff hindra þennan voíía dragi úr því að leitað sé megin-
orsakarinnar í sjálfu iðnaðarþjóðfélagi nútímans. En einmitt þegar farið sé
að rekja orsakir hættunnar til þess hvernig þjóðfélagið er skipulagt eða
skipuleggur þegna sína, verði sú staðreynd fyrir augum að hið háþróaða
iðnaðarþjóðfélag gerist því auðugra, voldugra og hæfara sem það eykur
þessa hættu. Það virðist sjálf skynsemin að verki.
Og þó er það í heild firrt skynsemi. Framleiðni þess er eyðileggjandi
fyrir frjálsa þróun mannlegra þarfa og hæfileika, friður þess sífelldur stríðs-
ótti, vöxtur þess háður því að þrengja að verulegum möguleikum til frið-
sællar lífstilveru.
Höfundur dregur á einum stað í samþjöppuðum stíl upp þessa heildar-
mynd: „Þjóðfélag allsherjar útboðs, eins og orðið er í fremstu iðnaðarlönd-
um, sameinar í eina framleiðsluheild þætti velferðarríkis og hernaðarríkis.
í samanburði við fyrirrennara sína er það vissulega „nýtt þjóðfélag“. Arf-
gengar óeirðarstöðvar eru hreinsaðar burt eða einangraðar, uppreisnarseggir
teknir í vörzlu. Megindrættirnir eru kunnir: samþjöppun efnahags og at-
vinnugreina þjóðarinnar í þágu voldugra auðfélaga, með atbeina, stuðningi
og stundum jafnvel íhlutun ríkisstjórnar, útþensla þessarar efnahagsstjórnar
í kerfi hernaðarbandalaga sem spenna um allan heim, gjaldmiðilsráðstafanir,
tæknileg aðstoð og framkvæmdaáætlanir; æ meiri líking með þeim sem
vinna með hönd eða heila, hafa forystu í viðskiptum og atvinnulifi, með
frítímastörfum og hugaróskum ólíkra þjóðfélagsstétta; sköpun fyrirfram á-
kveðins samræmis milli lærdómsgreina og þjóðarmarkmiða; innrás á heim-
ilin frá sameinuðu almenningsáliti; opnun svefnherbergisins fyrir ásókn fjöl-
miðlunartækja“.
Meginsjónarmiðið kemur fram í titli bókarinnar. Höfundur hefur fengið
þá snjöllu hugmynd að nútíma iðnaðarþj óðfélag sé samfelld órofa heild, sé
einnar víddar, og síðan leiðir hann að því öll rök að svo sé. Þetta einvíddar
þjóðfélag felur í sér einvíddar hugsun og mótar einvíddar mann. Það ein-
kennist síðasta tímabil af háþróun vísindalegrar tækni. Hún greiðir skipu-
lagslega úr öllum andstæðum sem áður voru milli ólikra afla innan þjóð-
félagsins. Allt er samræmt með hagræðingu, stjórnun eða þvingunaraðgerð-
um. Innri rök tæknilegra framfara hafa stefnt þróuninni í þessa átt. Vísindin
haldast ekki hlutlaus nema í orði kveðnu, heldur taka hagnýta stefnu. Hinir
ráðandi samstilltu hagsmunir ákveða fyrirfram valkostina, móta þróunar-
stefnu eða áætlun, og um leið og hún er tekin til starfa í helztu stofnunum
og samskiptum þjóðfélagsins vill hún verða einráð og ákveður þróun þjóð-
12