Tímarit Máls og menningar - 01.06.1969, Blaðsíða 97
lega mundu vekja athygli og umræður, ef
Jiau birtust á fjöllesnari tungum. Ég á við
rit Brynjólfs Bjamasonar, fjögur að tölu,
sem út hafa komið á forlagi Heimskringlu
á árunum 1954—65. Það eru þannig liðin
fjögur ár, síðan hið nýjasta þeirra, Á
mörkum mannlegrar þekkingar, kom út,
og má því segja, að þessi grein — kynn-
ing fremur en ritdómur — sé næsta síð-
búin. Hvort tveggja er, að ég er penna-
latur og að ég hef satt að segja búizt við
því, að einhver sérfróður maður mundi sjá
ástæðu til að fjalla um þetta verk. Til þess
hefði verið því meiri ástæða, að Brynjólfur
á sér í rauninni engan innlendan fyrir-
rennara. Hann er fyrsti Islendingurinn,
sem ritar um heimspeki af þeirri kunnáttu
og getu, að verk hans eru fullgilt framlag
til samtíðarbókmennta á því sviði.
Brynjólfur Bjarnason var kominn yfir
rniðjan aldur, þegar hann hóf að skrifa
fyrsta heimspekirit sitt. Hann var þá enn
önnum kafinn í stjómmálum. Hann segir
í formála að fyrstu bók sinni, Fom og ný
vandamál, að hún hafi að nokkru verið
rituð á stolnum stundum og gefur með
því í skyn, að sér þyki vafasamt, hvort
tímanum hafi verið vel varið. Hafi hann
efazt um það í fyrstu, þá er sá efi nú
áreiðanlega löngu horfinn. Heimspekin er
ekki aðeins honum sjálfum sáluhjálpar-
atriði, heldur verður hann æ sannfærðari
um sögulegt mikilvægi hennar.
Þegar gera á grein fyrir Á mörkum
mannlegrar þekkingar, sem er langveiga-
mest af ritum hans fram að þessu, er óhjá-
kvæmilegt að víkja stuttlega að fyrri bók-
uni hans áður, enda em þær að segja má
undirbúningur að því. Fyrsta bókin, Fom
og ný vandamál, er sex ritgerðir um ýmis
efni — rökfræði, þekkingarfræði, náttúra-
fræði, viljafrelsi, siðgæði — en náin tengsl
eru þó milli sumra J»eirra. Veigamest Jtess-
ara ritgerða og sú, sem mest nýjabrum er
Umsagnir um hækur
að, heitir Hughyggja — efnishyggja. Þar
tekur höfundur til meðferðar hið gamla
deilumál innan heimspekinnar um það,
hvort efnisheimurinn hafi sjálfstæða tilvist,
óháða vitund mannsins, eða ekki. Venja er
að skipta heimspekingum í flokka — í
hughyggjumenn og efnishyggjumenn —
eftir afstöðu þeima til þessarar spuming-
ar. Efnishyggjumenn hafa hingað til lát-
ið nægja sínu sjónarmiði til sönnunar að
benda á daglega reynslu mannsins, en
slíka sönnun hafa hughyggjumenn ekki
talið gilda. Brynjólfur tekur sér fyrir hend-
ur í Jtessari ritgerð að færa rökfræðilega
sönnun fyrir staðhæfingu efnishyggju-
manna, og er þar því um að ræða mikil-
væga nýjung. Auk Jtess er þessi ritgerð í
rauninni undanfari síðustu bókarinnar.
Þetta efni og tvö önnur í Fomum og nýj-
um vandamálum eru tekin upp aftur til
frekari úrvinnslu í síðaxi bók, hinni þriðju
í röðinni, Vitund og verund. Það era vilja-
frelsi og siðgæði.
I þessari fyrstu bók sinni tekur höfund-
ur verkefni sín þegar sjálfstæðum tökum
og er mest í mun að gera grein fyrir því,
sem hann hefur nýtt til málanna að leggja,
en samt sem áður víkur hann þar hvergi
frá grundvallarkenningum díalektískrar
efnishyggju. En í næstu bók, Gátunni
miklu, hafnar hann algerlega einni af mik-
ilvægum kennisetningum efnishyggjunnar.
Þessi bók er öll helguð einu efni, spum-
ingunni um framhaldslíf. Díalektísk efnis-
hyggja skilgreinir vitundina þannig, að
hún sé eigind efnisins á háþróuðu skipu-
lagsstigi þess. Samkvæmt því hlýtur vit-
undin að slokkna með líkamsdauðanum.
Nú dregur Brynjólfur sízt í efa veruleika-
gildi efnisins, og er afstaða hans að því
leyti í engu breytt frá fyrstu bók hans.
Eigi að síður heldur hann fram þeirri
kenningu í Gátunni miklu, að einstakling-
urinn hljóti með nokkrum hætti að lifa af
87