Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1969, Blaðsíða 69

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1969, Blaðsíða 69
Um nokkra þœtti brezkrar menningar Nú sem stendur setja útlendingar mjög svip á enska hagfræði. Áhrifarík- asti fræðimaður á þessu sviði í Englandi nú er e. t. v. Nicholas Kaldor (ung- verskur) og sá frumlegasti er án efa Piero Sraffa sem er ítali. Andstæðan við menntamannaaðal aldamótaáranna er greinileg. En hvert er inntak hennar? Hvert er hið félagslega eðli þessara innflytjenda? Bretland er ekki innflytjendaland frá fornu fari eins og Bandaríkin. Það hýsti held- ur aldrei á 19. öldinni menntamenn frá meginlandi Evrópu sem hlutu fremsta sess í brezku menningarlífi. Flóttamönnum var með harðri hendi haldið utan hásala brezkrar þjóðmenningar. Orlög Marx tala hér skýru máli. Þær gjörólíku móttökur sem þessir innflytjendur fengu á 20. öldinni áttu rót sína að rekja til þess, hvers eðlis innflutningurinn var og einnig er orsakanna að leita í ásigkomulagi hinnar innlendu menntamannastéttar. Þeir innflytjendur sem komu til Englands á þessari öld voru flestir að flýja stöðuga ókyrrð í sínum eigin þjóðfélögum, þ. e. a. s. tilhneigingu þeirra til að taka snöggum og verulegum breytingum. England var holdtekja alls sem var andstætt þessu: hefða, samhengis og heimsveldis, sem stóð traustum fótum. Menning landsins var í samræmi við hina sérstöku sögu þess. Það átti sér stað eins konar úrval náttúrunnar og hingað leituðu þeir mennta- menn sem enskur hugsunarháttur og ensk stjórnmál höfðuðu til. Þeir flótta- menn sem ekki kunnu að meta þetta tvennt, leituðu til annarra landa. Það er athyglisvert að margir Austurríkismenn voru í hópi þeirra sem völdu Bret- land og það hefur e. t. v. nokkra þýðingu að engir Þjóðverjar sem nokkuð kvað að gerðu það. Mannheim var eina undantekningin en dvöl hans varð skmmvinn og áhrif hans lítil. Hinir þýzku útflytjendur sem lifað höfðu og hrærzt í heimspekilegu umhverfi sem átti lítið skylt við hinn ófrjóa pósitív- isma sem ríkti í Vín á millistríðsárunum sneiddu hjá Bretlandi. Marxistar Frankfurtskólans, þeir Marcuse, Adorno, Benjamin, Horkheimer og Fromm, fóru til Frakklands og síðan til Bandaríkjanna. Lukács fór til Sovétríkjanna. Brecht fór til Skandínavíu og þaðan til Bandaríkjanna og þangað fór einn- ig Mann. Þessir útflytjendur voru „rauðliðar“ og af allt öðrum toga en þeir sem til Englands komu. Sá hópur menntamanna sem settist að í Bretlandi var því ekki neitt til- viljunarkennt samsafn manna. Þessir innflytjendur voru mestmegnis and- byltingarsinnaðir „hvítliðar“. Það var að sjálfsögðu einstaklingsbundið eftir hvaða leiðum þá bar til Englands, en hið rökræna samhengi í innflutningn- um leynir sér ekki. England var fyrir þessa útflytjendur ekki höfn sem Guð og lukkan höfðu leitt þá til og þeir voru nú skipreika í. Þeir dvöldust 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.