Tímarit Máls og menningar - 01.06.1969, Blaðsíða 102
Tímarit Máls og menningar
fyrri reyndar líka, að hann nam í æsku
ekki aðeins heimspeki, heldur einnig raun-
vísindi. Þess vegna á hann svo hægt um vik
að átta sig á hinum stórstígu framförum
nútímans á því sviði og sjá gildi þeirra
fyrir heimspekina.
Nú er eðlilegt að spyrja, hver sé afstaða
lirynjólfs gagnvart díalektískri efnishyggju
eftir þessa bók.
Þess er áður getið, að þegar í annarri
bók hans, Gátunni miklu, komu fram skoð-
anir um heimspekilegt undirstöðuatriði, þ.
e. samband vitundar og efnis, sem ekki
samrýmast kennisetningum díalektískrar
efnishyggju. í síðasta verkinu er þessi af-
staða hans orðin miklu traustlegar grund-
völluð og gagnsýrir alla hugsun hans,
Engu að síður er sannfæring hans varðandi
sjálfstæða tilvist hlutveruleikans óhögguð,
og í þessu meginatriði á hann eftir sem
áður fullkomna samleið með efnishyggj-
unni. Ennfremur er hinn díalektíski skoð-
unarháttur runninn honum í merg og blóð
eins og nokkru sinni fyrr. Einmitt með því
að beita rannsóknaraðferðum díalektískrar
efnishyggju hefur hann komizt að niður-
stöðum, sem hingað til hafa verið fram-
andi allri efnishyggju. Það má því með
miklum rétti segja, að skoðanir hans hafi
þróazt í eðlilegu framhaldi af díalektískri
efnishyggju. Þó er skoðanamunurinn svo
djúpstæður, stökkið svo stórt, að réttast er
að tala um nýja heimsskoðun. Því að
hvers konar hughyggja stendur honum
jafnfjarri og fyrr. Honum verður í raun-
inni hvorki skipað í flokk með efnis-
hyggjumönnum né hughyggjumönnum.
Efnishyggja 18. aldar, kölluð mekanísk
eða vélræn, varð til í baráttu borgarastétt-
ar Frakldands fyrir jafnrétti. Idún skapaði
nýja heimsskoðun sniðna við þessa baráttu
og reista á vísindum þess tíma. Efnis-
hyggjumenn beir.du geiri sínum mjög að
kaþólsku kirkjunni, sem um langar aldir
hafði lagt aila leitandi hugsun í fjötra.
f baráttu sinni við trúarheimspeki og trú-
arkreddur haslaði efnishyggjan sér völl
innan þáverandi þekkingarsviðs og hafn-
aði öllum heilabrotum um óræða hluti og
yfirskilvitlega, allt sem kallað er háspeki.
Díalektísk efnishyggja, afsprengi 19.
aldar, tók þessa afstöðu í arf frá hinni
mekanísku efnishyggju. Hún mótaðist
einnig sem tæki lágstétta í baráttu þeirra
fyrir félagslegu réttlæti. Hún var þannig
sömu takmörkunum háð, enda þótt hún
væri stórum nútímalegri og næði enn
lengra í því að gera þá, sem hana aðhyllt-
ust, frjálsa af úreltum hugmyndum og
kreddum liðins tíma. Díalektísk efnis-
hyggja á það sammerkt með mekanískri
efnishyggju, að hún er fram komin við
mjög sérstakar sögulegar aðstæður og ber
þess merki. Ilún var á sínum tíma stórt
framfaraspor, en niðurstöður hennar frá
miðri 19. öld eru þó eins og hvað annað
undir þá sök seldar að úreldast.
Þetta gerðu Marx og Engels, höfundar
díalektískrar efnishyggju, sér líka ljóst.
Þeir lögðu áherzlu á, að kenningar þeirra
væru ekkert lokað heimspekikerfi, engar
kennisetningar, sem ætlað væri að standa
um aldur og ævi, heldur lægi hið varan-
lega gildi þeirra í því, að með þeim væru
skapaðar fullkomnari aðferðir fyrir vís-
indalega hugsun í leit hennar að nýjum
sannleika.
Það hefur samt sem áður orðið hlut-
skipti díalektískrar efnishyggju af sérstök-
um sögulegum ástæðum að staðna í meira
en öld. Túlkendur hennar og talsmenn
hafa ekki hróflað við neinu í hugmyndum
lærifeðranna. Þeir hafa aldrei skoðað
kenningu þeirra í sögulegu samhengi, held-
ur litið á hana eins og hinztu sannindi, er
standi í gildi um allar aldir.
Slíka afstöðu mundu höfundar díalekt-
ískrar efnishyggju reyndar sjálfir hafa
92