Tímarit Máls og menningar - 01.06.1969, Blaðsíða 38
Tímarit Máls og menningar
„En ég hef ekkert gert.“
„Hvernig ertu í að einbeita þér?“
„Ég skil þig ekki. Ég er orðinn leiður á þessum frumlegu spurningum þín-
um.“
„Hvort viltu eða viltu ekki, að við komumst að hinu sanna í þessu máli?“
„Auðvitað vil ég fá að vita, hvort það er raunverulega rétt, sem þið segið.“
„Eigum við þá að rifja upp það, sem þú aðhafðist þetta kvöld?“
„Rifja upp! Ég er ábyggilega búinn að gera það þúsund sinnum.“
„Ekki af fullri alvöru.“
„Ertu að segja, að ég ljúgi?“
„Hlynur, þessi þrái er ekki til annars en ills eins. Breytum nú um sjónar-
mið.
Þú hefur komið hér orðið ærið oft. Segðu mér til dæmis, hefurðu nokkurn
tíma gefið því virkilega gaum, hvemig er umhorfs hér inni í herberginu?
HefurSu tekið eftir því að á lundahamnum þarna í horninu er annað augaS
grátt en hitt svart?“
„Nei.“ -
„ESa því að áklæðið á stólnum, sem þú situr í, er miklu slitnara en á hin-
um, sem gegnt honum er. Hvers vegna heldurðu að það sé?“
„Hvaða máli skiptir það? Líklega af því að meira hefur verið setið í þess-
um.“
„Já, einmitt. En hvers vegna?“
„Æ, ég veit það ekki.“
„Hvers vegna settist þú sjálfur frekar í hann?“
„Ég? Til þess að sjá út um gluggann.“
„Akkúrat. Og þannig er með fleiri. Hinn stóllinn snýr aftur á móti að skrif-
borðinu og mér. Á vissan hátt valdirðu á milli landslagsins og mín, þegar
þú komst inn. En var þér það ljóst?“
„Ég skil, hvað þú meinar. Nei, ég hugsaði ekkert frekar út í það.“
„Þú vissir sem sagt ekki, hvað kom þér til að setjast í þennan stól frekar
en hinn.“
„Jæja, hvað með það?“
„Um leið og þú komst inn varst þú ákveðinn að beina athygli þinni ekki
nema að takmörkuðu leyti að orðum mínum.“
„ÞaS hlýtur víst að vera, ef þetta er svona eins og þú segir.“
„Jæja, hvað finnst þér þá eðlilegast, að þú gerir?“
„ÞaS er víst bezt, að ég flytji mig yfir í hinn stólinn.“
28