Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1969, Blaðsíða 89

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1969, Blaðsíða 89
Samkvæmt skoðunum hans var maðurinn skynsemi gædd þjóðfélagsvera og það er skynsemin, sem mótar líf manna og ein- i:ennir hvern einstakling. Vegna félagslegr- ar nauðsynjar var mönnum málið nauðsyn til tjáningar í mæltu og skrifuðu formi. Dante setur saman þetta rit að því er virð- ist í þeim tilgangi að hefja ítölskuna sem hliðstæðu við bókmál miðalda, latínuna, og sameina ítölsku mállýzkumar. Hann segir frá dæmum um ágæti mállýzknanna sem ljóðmáls, en fyrirmynd yrkinga á ítölskum mállýzkum voru trúbadúramir frönsku. Boccaccio segir frá því, að Dante hafi byrjað að yrkja Kómedíuna á latínu í hexa- meter, en horfið frá því, þar eð hann ósk- aði að ná til sem flestra með ljóðum sínum. Sé þetta rétt, þá hefur hvöt Dantes verið pólitísks eðlis, enda varð þátttaka hans í pólitískum deilum Flórensborgar til þess að ræna hann heimili, eignum og heiðri og hrekja hann í útlegð. Kómedían verður meðal annars pólitískt réttlætingarrit og eins og þýðandi tólf kviða Kómedíunnar segir í formála hirti hann ósvikið andstæð- inga sína og landstjómarmenn, sem honum voru ekki að skapi. Persónur Kómedíunnar eru fjölmargar og kemst ekkert miðaldarit í hálfkvisti við þann fjölda, nema vera skyldi safnritið Sturlunga. Af þeim persónum, sem ein- hver vitneskja er til um og sitja í Helvíti, era fjöratíu og þrír af sjötíu og níu frá Flórens eða Toskana. Kómedían er öll glöggt vitni um afdráttarlausa afstöðu Dantes til stjórnmála tímanna og skýrist þetta enn betur í riti hans „De Monarchia“. Af öllum ritum Dantes öðram en Kómedí- unni er „Vita Nova“ merkast, vegna þess, að það er lykillinn að Kómedíunni, þar birtist „archetypa" Dantes í Ifki Beatrice, en hún varð honum kveikjan að öllum gjörðum, leiðarstjarna og að lokum mynd eigin sálar þegar líður á Kómedíuna. Bea- Umsagnir um bœkur trice er þráin eftir sameiningu Dantes við upphaf sitt, óskasteinninn. Eins og áður segir hefst Kómedían í skóginum. Fyrstu tvær kviður Vítisljóða era inngangur, hið eiginlega Helvlti hefst í þriðju kviðu. Upphafið mótar allt verkið, það er nokkurskonar beinagrind allra hundrað kviðanna og höfundur nefnir það Kómedíu, þ. e. lýsingu í bundnu máli á atburðarás, sem hefst með skelfingu og lýk- ur í hamingju. GuðmundurBöðvarsson þýð- ir fyrstu kviðu, fyrri kviðu inngangsins og byrjar svo: — Nel mezzo del cammin di nostra vita — Við hálfnað skeiðið, einn og engum nærri — mi ritrovai per una selva oscura — ég áttaviltur stóð, í myrk- um viði — ché la diritta via era smarrita — þeim stíg, er skyldi ég fara, órafjarri. Þýðandinn hefur höndlað merkingu og tón í þessum línum, þetta er ekki „glósu“ þýðing og þótt skotið sé inní „einn og eng- um nærri“ þá fellur það inn í hrynjandina. I þrítugustu línu talar þýðandinn um „end- urheimta orku þreyttra fóta“, sú lína hefur þvælzt fyrir mörgum, þar sem Dante lýsir göngu upp brekku eins og það væri á jafn- sléttu — si che il pié fermo sempre era il piii basso — svo að fóturinn, sem þyngdin hvíldi á var ávallt sá lægri. Menn hafa reynt að skýra þessa línu, sem tákn um dyggða- veginn og á ýmsan annan hátt. Þótt nokkurs misræmis gæti á stöku stað milli frumtexta og þýðingar þá virðist þýðandinn ná heildarsvip og andrúmslofti verksins eins og slíkt getur orðið á íslenzku og úr þýðingu Molbechs. Þi, sem af öSrum barst í list og IjóSi, ó, leys mig bróSir, vegna stefja minna og vegna þess hve ann ég þínum óSi. Þú, sem meS tign og töfrum strengja þinna þann tón mér gafst, sem fólk mitt ann og dáir, meistari, lát mig hjá þér frelsun finna ... 79
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.