Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1969, Blaðsíða 63

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1969, Blaðsíða 63
Um nokkra þœtti brezkrar menningar indi. Einna lökust voru kvæði Spenders og hugdettur Bernals. Vinstristefna þessara menntamanna var að mestu leyti einungis fólgin í tiltekinni stjóm- málaafstöðu út á við. Það gat ekki farið hjá því að jafnótraust og smá- borgaralegt fyrirbæri hlyti að feykjast á brott í fyrstu stormsveipum hins alþjóðlega óveðurs. Fáeinum árum síðar voru flestir hinna uppreisnarsinn- uðu höfunda ofur venjulegar málpípur afturhaldsaflanna. Þannig fór þeim flestum en ekki skal dregin fjöður yfir hugrekki og trúnað þeirra einstakl- inga sem eru undantekning frá reglunni og aldrei hafa brugðizt æskuhug- sjónum sínum, þeim William Empson, Claud Cockbum, Roy Fuller og fleiri. Hið hryggilega við fjórða áratug aldarinnar var að hann með þverstæðum hætti gerði brezka menningu ómóttækilega fyrir marxisma. Þær tálmanir sem þá voru reistar hafa haldizt nær óbreyttar allt til þessa dags. Á árunum eftir 1950 hefur marxisminn blómgazt að nýju á meginlandinu og þeir Althusser, Adorno og Della Volpe hafa í Frakklandi, í Þýzkalandi og á Ítalíu grundvallað mikilvæga skóla, ólíka hvern öðrum. í Englandi gerðist ekkert. Þar hafði fræðikenning marxismans aldrei áunnið sér þegnrétt. Það má því skilgreina Bretland sem það Evrópuríki sem aldrei eignaðist klassíska félagsfræði né heldur þjóðlegan marxisma og er slíkt einsdæmi. Af þessu leiddi að brezk menning einlcenndist af því að hana skorti burðarás. Bæði hin klassíska félagsfræði og marxisminn voru kenningar um þjóðfélagið í heild sem íklæddust búningi altæks hugtakakerfis. Þau fundu hinum hefð- bundnu vísindagreinum sess innan samfellds kerfis sem setti sér það mark að öðlast skilning á „gerð byggingarinnar“, á hinum þjóðfélagslega veruleika í heild sinni. / meira en hálfa öld hafa alls engar hugmyndir af slíku tagi verið til staðar í Bretlandi. Brezk menning hefur í heild sinni mótazt af því að þar er tóm, sem þungamiðjan œtti að vera og því hefur hún fœrzt úr lagi. En áður en við lítum á margvíslegar og nátengdar afleiðingar þessa, hljótum við að spyrja: Hverju er helzt um að kenna? Félagsfrœði engrar félagsfrœði Mannheim hafði í huga félagsfræði þekkingarinnar; hér þarf félagsfræði- rannsókn fáfræðinnar. Hvernig stóð á því að Bretar eignuðust aldrei ann- aðhvort sinn Weber, Durkheim eða Pareto eða þá sinn Lenín, Lukács eða Gramsci? Sá leyndardómur sem þessi tvíþætta ávöntun hefur að geyma felur í sér sérstæð örlög hinnar iðnrekandi brezku borgarastéttar á öldinni sem leið. Sú stétt sem framkvæmdi hina risavöxnu tæknivæðingu iðnbylt- 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.