Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1969, Blaðsíða 66

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1969, Blaðsíða 66
Tímarit Máls og menningar Bosanquets og Bradleys — í sannleika furðulegt fyrirbæri. Arftakar Hegels á þýzkri grund höfðu fljótlega tekið að nota hið heimspekilega hugtaka- kerfi hans til að gera guðfræðinni skil. Síðan höfðu þeir ráðizt í að útfæra og leiða út hinar eldfimu stjórnmála- og efnahagskenningar, sem hugmyndir hans fólu i sér. Síðasta afsprengi þessarar þróunar var auðvitað Marx sjálfur. En sextíu árum eftir að Bruno Bauer og Ludwig Feuerbach komu fram á sjónarsviðið, tóku þeir Green og Bradley í sakleysi sínu upp kenningu Hegels í útþynntri mynd. Þá vantaði heimspekilegan grundvöll til stuðnings hinni hefðbundnu, kristnu heittrúarafstöðu, sem einkenndi borgarastétt Viktoríu- tímabilsins en þróun náttúruvísindanna stofnaði nú þessari trú í hættu. Þessi tímatalsvilla varð að sjálfsögðu skammlíf. Hún sýndi einungis að það um- hverfi sem hún spratt upp úr var með allan hugann bundinn við vandamál liðins tíma. Þetta kom í ljós æ ofan í æ. Tuttugu árum áður hafði George Eliot létt af borgarastéttinni trúarlegum efasemdum með því að taka að láni hjá Comte kenninguna um „trúarlegan húmanisma“ — ekki hina félagslegu stærðfræði hans. Þessar aðfluttu nýjungar reyndust dægurflugur einar því að vandamál þau sem þeim var ætlað að leysa voru einskær tilbúningur. Þær höfðu því einu hlutverki að gegna að milda og auðvelda þá breytingu sem þróun hinnar borgaralegu menningar í veraldlega átt hafði í för með sér. í lok hins langa heimsvaldaskeiðs Viktoríutímabilsins voru engar djúp- stæðar andlegar hræringar í brezku þjóðlífi, né heldur alvarlegar stéttaand- stæður, og verkamennirnir í víngarði brezkrar menningar gátu í ró og næði sinnt einkahugðarefnum sínum. Um aldamótin var samhygðin milli hinnar ríkjandi stéttar og menntamannanna í reynd algjör. Noel Annan hefur dregið upp ógleymanlega mynd af brezkum menntamönnum á þessum árum. „Þetta eru aðalsmenn, ráðsettir og öruggir um sig og eiga það sameiginlegt með öðrum þegnum þjóðfélagsins að þeir láta einungis ábyrg og yfirveguð um- mæli frá sér fara en eru fullir efasemda gagnvart byltingarkenndum vanga- veltum“. Það fyrirfannst engin sérstök stétt mennlamanna. Flókin skyldleika- tengsl bundu saman ættir þær sem frá fornu fari ólu lærdómsmenn og hugs- uði hverja við aðra og við þá sameiginlegu þjóðfélagsstétt sem þær tilheyrðu. Maður rekst aftur og aftur á sömu nöfnin. Macaulay, Trevelyan, Arnold, Vaughan, Strachey, Darwin, Huxley, Stephens, Wedgwood, Hodgkin og fleiri. Menntamenn voru bundnir fjölskylduböndum við þjóðfélagsstétt sína en staða þeirra í þjóðfélaginu tengdi þá ekki saman í starfshópa. Eftir að hafa rakið hin margvíslegu tengsl þessara fjölskyldna kemst Annan að eftirfar- andi niðurstöðu: „Áhrif þessara fjölskyldna geta e. t. v. skýrt að nokkru þá 56
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.