Tímarit Máls og menningar - 01.06.1969, Blaðsíða 98
Timarit Máls og menningar
líkarasdauðann. 011 bókin er rökstuðning-
ur við þessa staðhæfingu. Höfundur tekur
fram, að engin heimspeki geti leyst gát-
una um framhaldslíf einstaklingsins, til
þess þurfi reynsluþekkingu. Eigi að síð-
ur tekst hann á hendur þann mikla vanda
að færa með aðferðum heimspekinnar
sönnur á, að líkur séu fyrir því, að ein-
staklingurinn lifi eftir líkamsdauðann.
Rökstuðningur hans er óbeinn. Hann held-
ur því fram, að það sé undirstöðunauð-
syn að gera ráð fyrir framhaldslífi, með
öðru móti verði ekki lifað. Hann segir
undir lok bókarinnar: „Til þess að geta
haldið áfram að lifa, hljótum vér að gera
ráð fyrir framhaldslífi. í þeim skilningi
verSur lífsnauSsyn aS röknauSsyn". (Let-
urbr. höf.). Þessi samtenging á lífsnauð-
syn og röknauðsyn er nýstárleg í heim-
speki og munu óefað skiptar skoðanir
um réttmæti hennar. Hvað sem því líð-
ur, er hún allrar athygli verð. Áður
liafði höfundur sýnt fram á í sambandi við
spurninguna um tilvist hlutveruleikans
með rökum, sem erfitt er að vefengja, að
frumforsenda allrar rökhugsunar er um
leið forsenda fyrir tilvist mannsins sem
hugsandi veru, þannig að lífsnauðsyn og
röknauðsyn verða eitt og hið sama. Nú
heldur hann því fram, að forsenda allra
mannlegra verðmæta sé varanleiki ein-
staklingstilvistarinnar, þannig að viður-
kenning mannlegra verðmæta sé í sjálfri
verunni dulin viðurkenning á varanleik
einstaklingsins í tilverunni með einhverj-
um hætti.
Eftir þessa bók gat naumast hjá því far-
ið, að Brynjólfur legði fyrr eða síðar til
atlögu við hið eilífa vandamál um sam-
hand hlutveru og sjálfsveru — efnis og
anda. Hann hefur snúizt gegn skilgrein-
ingu díalektískrar efnishyggju á þessu
undirstöðuatriði og vill óefað gera nánari
grein fyrir afstöðu sinni. Áður en hann
ræðst í það verk, ritar hann þó þriðju bók
sína, Vitund og verund, sem er fjórar
ritgerðir um mismunandi efni. En einnig
í þeirri hók, einkum í ritgerðinni Um feg-
urð, má sjá þess merki, að hugur hans
beinist æ meir að hinu torræða vandamáli
um hlutveru og sjálfsveru. Fjónim árum
seinna (1965) kom svo út fjórða bókin, Á
mörkum mannlegrar þekkingar, sem er
ekki aðeins langstærsta samfellda verkið
fram að þessu, heldur og mesta átakið.
Á mörkum mannlegrar þekkingar fjall-
ar um raungildi efnisheimsins og þó eink-
um samhand vitundarinnar við hann. Þetta
vandamál er jafngamalt heimspekinni. Höf-
undur rekur skoðanir heimspekinga frá
mismunandi tímum á þessu efni. Fulltrúi
fonialdarinnar þar er Platon. Þá er gerð
ítarleg grein fyrir skoðunum hinna sígildu
þýzku heimspekinga Kants og Ifegels, og
úr hópi heimspekinga 20. aldarinnar er val-
inn brezki höfundurinn Whitehead. Auk
eiginlegra heimspekinga er gerð grein
fyrir skoðunum þriggja þýzkra náttúruvís-
indamanna á 19. öld, og hefst hókin reynd-
ar á því. Jafnframt gerir höfundur sínar
athugasemdir og setur fram sínar eigin
skoðanir.
Sérstakur kafli er um skilgreiningu dfa-
lektískrar efnishyggju á sambandi efnis og
anda, ])á sem áður er á minnzt. Höfundur
bendir á, að samkvæmt skilgreiningunni,
að andinn sé eiginleiki efnisins á háþróuðu
skipulagsstigi, þá sé hugtakið efni einnig
látið taka til hins andlega. Eiginleiki hlut-
ar sé sömu veru og hluturinn sjálfur, enda
er hluturinn ekkert án eiginleika sinna. Þá
er vikið að þeirri skilgreiningu Leníns, að
efnið sé allt það, sem hafi hlutverulega
tilvist óháða vitundinni. Þessi skilgreining
sé, segir höfundur, ekki samrýmanleg
kennisetningu díalektískrar efnishyggju
um, að hið andlega sé eigind efnisins,
nema með því að leggja tvenns konar
88