Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1969, Blaðsíða 42

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1969, Blaðsíða 42
Tímarit Máls og menningar „Hvað ertu að teikna?“ „Ekki þig, svo mikið er víst.“ „Hvað er eiginlega að þér, Solla? Fórstu þá ekki í bíó?“ „Nei, ég lét Dóra, strákinn, sem Edda er með, hafa miðann af því að hann var búinn að vinna fyrr en hann bjóst við, og hana langaði meira til að fara með honum.“ „En þú hefðir alveg eins getað fengið miða Eddu handa mér.“ „Hefði, já, en ég gerði það ekki.“ „Við töluðum saman um hitt og þetta. Hún hló, en var þess á milli kulda- leg og reyndi viljandi að vera það. Ég reyndi að vera skemmtilegur, en það tókst nú heldur illa. Það var eins og það væri stór steinn í maganum á mér. Svo spurði ég hana, þegar við höfðum þagað dálitla stund: „Varstu hrifin af einhverjum strák á skólanum?“ „Já, ef þig langar til að vita það, þá var ég það. Ég var með íslenzkum strák á skólanum og hann kemur bráðum heim.“ „En bréfin? Það sem þú sagðir í bréfunum. Það virtist allt vera í lagi.“ „Hvað er þetta, drengur, heldurðu, að þú eigir mig með húð og hári, þótt við höfum verið saman. Ég byrjaði ekki að vera með honum fyrr en seinni partinn. Og ég veit ekki til að ég hafi skrifað þér neitt eftir það.“ „Ertu búin að gleyma síðastliðnum vetri og öllu því? Þú veizt ekki, hvað ég er búinn að hugsa oft til þín í sumar — alveg eins og bjáni. Ég hef ekki verið með neinni stelpu.“ „Mér þykir þetta mjög leiðinlegt, en fyrst ég er hrifin af honum, þá verð ég með honum, og þá get ég ekki verið með þér. Þú mátt ekki taka þetta svona alvarlega. Þú mátt ekki halda, að mér þyki ekki svolítið vænt um þig. Mér þykir svolítið vænt um þig, og við getum alveg haldið áfram að vera vinir. Þú verður að skilja, að þetta er búið. — Ég vil ekki særa þig.“ „Ég er viss um, að ef þú mundir vera með mér í nokkrar vikur, þá mundir þú missa allan áhuga á honum og allt yrði eins og það var áður. Gerðu það. Hann hefur áreiðanlega ekkert til að bera, sem ég hef ekki.“ „Þú ert alveg ómögulegur. Þú ert svo kaldur, þótt þér þyki vænt um mann.“ „Heldurðu að maður þurfi að vera tilfinningalaus fyrir því? Heldurðu, að það geti ekki verið strengir, sem þú heyrir ekki í? Hugsaðu þér, áður en við fórum að vera saman, fannst mér allt vera kalt og rökfast og skipulagt og allt ætti að vera svona og svona og ef manni fyndist eitthvað, þá væri allt- af eitthvað, sem gæti sagt manni af hverju manni fyndist það og hvað væri 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.