Tímarit Máls og menningar - 01.06.1969, Blaðsíða 42
Tímarit Máls og menningar
„Hvað ertu að teikna?“
„Ekki þig, svo mikið er víst.“
„Hvað er eiginlega að þér, Solla? Fórstu þá ekki í bíó?“
„Nei, ég lét Dóra, strákinn, sem Edda er með, hafa miðann af því að hann
var búinn að vinna fyrr en hann bjóst við, og hana langaði meira til að fara
með honum.“
„En þú hefðir alveg eins getað fengið miða Eddu handa mér.“
„Hefði, já, en ég gerði það ekki.“
„Við töluðum saman um hitt og þetta. Hún hló, en var þess á milli kulda-
leg og reyndi viljandi að vera það. Ég reyndi að vera skemmtilegur, en það
tókst nú heldur illa. Það var eins og það væri stór steinn í maganum á mér.
Svo spurði ég hana, þegar við höfðum þagað dálitla stund:
„Varstu hrifin af einhverjum strák á skólanum?“
„Já, ef þig langar til að vita það, þá var ég það. Ég var með íslenzkum
strák á skólanum og hann kemur bráðum heim.“
„En bréfin? Það sem þú sagðir í bréfunum. Það virtist allt vera í lagi.“
„Hvað er þetta, drengur, heldurðu, að þú eigir mig með húð og hári, þótt
við höfum verið saman. Ég byrjaði ekki að vera með honum fyrr en seinni
partinn. Og ég veit ekki til að ég hafi skrifað þér neitt eftir það.“
„Ertu búin að gleyma síðastliðnum vetri og öllu því? Þú veizt ekki, hvað
ég er búinn að hugsa oft til þín í sumar — alveg eins og bjáni. Ég hef ekki
verið með neinni stelpu.“
„Mér þykir þetta mjög leiðinlegt, en fyrst ég er hrifin af honum, þá verð
ég með honum, og þá get ég ekki verið með þér. Þú mátt ekki taka þetta svona
alvarlega. Þú mátt ekki halda, að mér þyki ekki svolítið vænt um þig. Mér
þykir svolítið vænt um þig, og við getum alveg haldið áfram að vera vinir.
Þú verður að skilja, að þetta er búið. — Ég vil ekki særa þig.“
„Ég er viss um, að ef þú mundir vera með mér í nokkrar vikur, þá mundir
þú missa allan áhuga á honum og allt yrði eins og það var áður. Gerðu það.
Hann hefur áreiðanlega ekkert til að bera, sem ég hef ekki.“
„Þú ert alveg ómögulegur. Þú ert svo kaldur, þótt þér þyki vænt um mann.“
„Heldurðu að maður þurfi að vera tilfinningalaus fyrir því? Heldurðu,
að það geti ekki verið strengir, sem þú heyrir ekki í? Hugsaðu þér, áður en
við fórum að vera saman, fannst mér allt vera kalt og rökfast og skipulagt
og allt ætti að vera svona og svona og ef manni fyndist eitthvað, þá væri allt-
af eitthvað, sem gæti sagt manni af hverju manni fyndist það og hvað væri
32