Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1969, Qupperneq 22

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1969, Qupperneq 22
Timarit Máls og menningar hættu? Tilraunin til aff hindra þennan voíía dragi úr því að leitað sé megin- orsakarinnar í sjálfu iðnaðarþjóðfélagi nútímans. En einmitt þegar farið sé að rekja orsakir hættunnar til þess hvernig þjóðfélagið er skipulagt eða skipuleggur þegna sína, verði sú staðreynd fyrir augum að hið háþróaða iðnaðarþjóðfélag gerist því auðugra, voldugra og hæfara sem það eykur þessa hættu. Það virðist sjálf skynsemin að verki. Og þó er það í heild firrt skynsemi. Framleiðni þess er eyðileggjandi fyrir frjálsa þróun mannlegra þarfa og hæfileika, friður þess sífelldur stríðs- ótti, vöxtur þess háður því að þrengja að verulegum möguleikum til frið- sællar lífstilveru. Höfundur dregur á einum stað í samþjöppuðum stíl upp þessa heildar- mynd: „Þjóðfélag allsherjar útboðs, eins og orðið er í fremstu iðnaðarlönd- um, sameinar í eina framleiðsluheild þætti velferðarríkis og hernaðarríkis. í samanburði við fyrirrennara sína er það vissulega „nýtt þjóðfélag“. Arf- gengar óeirðarstöðvar eru hreinsaðar burt eða einangraðar, uppreisnarseggir teknir í vörzlu. Megindrættirnir eru kunnir: samþjöppun efnahags og at- vinnugreina þjóðarinnar í þágu voldugra auðfélaga, með atbeina, stuðningi og stundum jafnvel íhlutun ríkisstjórnar, útþensla þessarar efnahagsstjórnar í kerfi hernaðarbandalaga sem spenna um allan heim, gjaldmiðilsráðstafanir, tæknileg aðstoð og framkvæmdaáætlanir; æ meiri líking með þeim sem vinna með hönd eða heila, hafa forystu í viðskiptum og atvinnulifi, með frítímastörfum og hugaróskum ólíkra þjóðfélagsstétta; sköpun fyrirfram á- kveðins samræmis milli lærdómsgreina og þjóðarmarkmiða; innrás á heim- ilin frá sameinuðu almenningsáliti; opnun svefnherbergisins fyrir ásókn fjöl- miðlunartækja“. Meginsjónarmiðið kemur fram í titli bókarinnar. Höfundur hefur fengið þá snjöllu hugmynd að nútíma iðnaðarþj óðfélag sé samfelld órofa heild, sé einnar víddar, og síðan leiðir hann að því öll rök að svo sé. Þetta einvíddar þjóðfélag felur í sér einvíddar hugsun og mótar einvíddar mann. Það ein- kennist síðasta tímabil af háþróun vísindalegrar tækni. Hún greiðir skipu- lagslega úr öllum andstæðum sem áður voru milli ólikra afla innan þjóð- félagsins. Allt er samræmt með hagræðingu, stjórnun eða þvingunaraðgerð- um. Innri rök tæknilegra framfara hafa stefnt þróuninni í þessa átt. Vísindin haldast ekki hlutlaus nema í orði kveðnu, heldur taka hagnýta stefnu. Hinir ráðandi samstilltu hagsmunir ákveða fyrirfram valkostina, móta þróunar- stefnu eða áætlun, og um leið og hún er tekin til starfa í helztu stofnunum og samskiptum þjóðfélagsins vill hún verða einráð og ákveður þróun þjóð- 12
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.