Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1969, Page 100

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1969, Page 100
Tímarit Máls og menningar I díalektískri efnishyggju hefur jafnan verið lögð rík áherzla á, að ekki sé hægt að hugsa sér efni án hreyfingar, né hreyf- inigu án efnis. í þessu sambandi er ekki aðeins átt við hreyfingu í hinni eiginlegu merkingu, heldur hvers konar breytileika. Nú, á atómöld, eru það orðin hversdagsleg sannindi, að hreyfingin, breytileikinn, sé einmitt grundvallareinkenni alls efnis, kyirstaðan sé aðeins afstæðileg. Og höf- undur spyr, hvers konar veruleiki það væri, sem hvorki hefði til að bera breytileika né áorkun. í hverju hann gæti birzt og hvem- ig hægt sé að tala um veruleika, sem ekki gæti birzt í neinu. I slíku hugtaki gæti engin merking falizt. í framhaldi af því bendir hann á, að eins sé háttað um efnis- veruleikann í vilundarlausum heimi. Hann hefur það sameiginlegt með hreyfingar- lausu efni,að hann getur ekki bÍTzt í neinu. Hugtak slíks 'heims væri gersamlega inn- takslaust eins og hugtak um hreyfingar- lausan heim. Og höfundur færir sig enn nær kjarna viðfangsefnisins, er hann spyr: „Hvað er sjálfsveran án hlutveru og hvað er hlutveran án sjálfsvem? Þarf ekki bæði ldutvera og sjálfsvera að koma til, þegar um veruleika er að ræða? Er ekki allur veruleiki eining hlutvem og sjálfsveru?“ (bls. 124). Þegar efnishyggjumenn hafa rætt um samband efnisveruleika og vitundar, hafa þeir jafnan átt við mannlega vitund, þ. e. a. s. vitund, sem er seint til komin á þróun- arferli efnisins og getur slokknað hvenær sem er, án þess það hafi nokkur áhrif á á- framhaldandi veru efnisins. En hér er spurt um vitund af allt öðram toga, sjálfsveru, sem ævinlega hafi verið og verði óaðskilj- anleg frá efninu. Ut frá þessu kemur höfundur að spum- ingunni um takmörk mannlegrar þekking- ar, og í sambandi við það tekur hann dæmi af óendanleik tíma og rúms, alhæfingu or- sakalögmálsins í óendanlegum tíma og rúmi. Gerir hann þar í alllöngu máli, sem1 ógerlegt er að rekja hér, grein fyrir glímu Kants við það vandamál. Hér em aðeins tök á að vitna í niðurstöðuna, sem um leið er ein meginniðurstaða bókarinnar. Höf- undur segir: „Hugsun, sem í rauninni verður ekki hugsuð í orðsins fyllstu merk- ingu, verður eigi að síður hugsunamauð- syn. Allur annar skilningur á tilverunni leiðir út í ógöngur ...“ (bls. 172—73). Um þá þrautseigu viðleitni mannsins að gera sér grein fyrir því, sem í rauninni er ofviða mannlegum skilningi, segir höf- undur: „I sumum efnum eru takmörk mannlegs ímyndunarafls afstæðileg og tímabundin á sögulega og þróunarsögulega vísu, en í öðr- um efnum eru þau alger og óyfirstíganleg, vegna þess að það liggur í hlutarins eðli, eins og þegar vitund takmarkaðrar veru beinist að hinu ótakmarkaða, eða þá að tilverustigi eða verundarsviði af öðmm toga en þeim, sem hún er eðlisbundin við. Þeirri spumingu, hvort hugsun, sem stefn- ir út fyrir sjálfa sig, eða nánar til tekið, út fyrir það svið, er hún er takmörkuð við, geti baft nokkra merkingu og nokkurt gildi, verður þó að svara afdráttarlaust ját- andi. Eining tilvemnnar er nægileg rök fyrir því. Hér getum vér tekið undir með Hegel: Hin innri vera alls, sem er, birtist með nokkrum hætti í fyrirbærunum. Þegar hugsunin rekur vissa þætti reynslu vorrar og rökferla, hlýttir hún að fylgja þræðin- um til bins óþekkta og óþekkjanlega, þar sem ræturnar eru. Á þessum mörkum hlýt- ur inntak hugtaka vorra að vera ófullgert; að því leyti, sem þau stefna út fyrir mörk- in, er inntakið óákvarðanleg tilvist. En einmitt vegna þess að hið þekkta á rætur sínar í þeirri veru, sem hugur vor reynir að ná tökum á þrátt fyrir takmörk sín, getum vér komizt í óbeina snertingu við 90
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.