Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1969, Qupperneq 73

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1969, Qupperneq 73
Urn nokkra þœtti brezkrar menningar lieimspeki staðfastlega hafnað sjálfri hugmyndinni um andlega nýsköpun. Wittgenstein skrifaði eitt sinn: „Heimspekin má alls ekki skipta sér af því hvernig málið er notað í raun og veru. Hún getur, þegar öllu er á botninn hvolft, aðeins lýst því. Því að hún getur heldur ekki skapað því neina und- irstöðu. Hún skilur við allt eins og það er“. Endanleg afleiðing þessarar af- stöðu var hin gífurlega flokkunarástríða Austins í setningafræðinni. Hann réttlætti hana í ávarpi sínu til Aristótelesarfélagsins: „Hinn sameiginlegi orðaforði okkar allra hefur að geyma allar þær aðgreiningar sem mönnum hefur fundizt ómaksins vert að gera og öll þau samhengi sem til hafa orðið á óralöngum tíma. Þau hafa haldið velli í hinni löngu baráttu um áframhald- andi tilverurétt og því má eflaust telja líklegt að þau séu fleiri, ósviknari og hæfi betur í mark, að minnsta kosti að því er varðar alla almenna og venju- lega notkun, en nokkuð það sem búast má við að þér eða mér detti í hug, þar sem við sitjum í hægindastólunum okkar einhvern seinni part dags__“ Enginn þarf að fara í grafgötur um félagslegt inntak slíkrar kennisetning- ar. Gramsci skrifaði eitt sinn að ,„heilbrigð skynsemi“ væri þau hyggindi ríkjandi stéttar sem í hag kæmu. Dýrkun „heilbrigðrar skynsemi" sýnir ljós- lega hlutverk hinnar málvísindalegu heimspeki í Englandi. Hún gegnir hlut- verki hinnar sljóvgandi hugmyndafræði sem lætur menn jafnvel gleyma því alveg að til er annað hugmyndakerfi. Wisdom, einn af lærisveinum Wittgen- steins, ritaði eitt sinn: „Upphaf og endir heimspekinnar er hin grunnfærna athugasemd“. Orðugt mun að upphugsa algerari og skilyrðislausari viður- kenningu á grunnhugtökum ríkjandi þj óðskipulags. Gellner hefur lýst vel aðstöðu þeirra menntamanna sem voru fremstu boðendur hins nýja „lækn- isdóms“: „Þetta er sérstakur hópur manna sem tilheyra yfirstéttinni eða eru keppinautar hennar að því er varðar hátterni og framkomu. Það sem að- greinir þá frá öflugri hluta yfirstéttarinnar er sérstakur næmleiki og háleitari andleg grundvallarverðmæti. En jafnframt greinir áhugaleysi þeirra um hug- myndir, röksemdir, grundvallaratriði og endurbætur þá frá þeim mennta- mönnum sem enga liáskólamenntun hafa hlotið. Slíkur hópur ber ætíð þessi tvö sérkenni og tilvist þeirra er öllum augljós”. Hin ákafa lofgjörð um ó- brotið málfar og andúðin á tæknilegum hugtökum leiddi, þótt þverstætt kunni að virðast, til sköpunar algerlega tæknilegrar heimspeki, sem gersam- lega var slitin úr tengslum við venjuleg viðfangsefni í mannlegu samfélagi. Sú áherzla sem lögð hefur verið á hið tæknilega í enskri nútímaheimspeki hefur því óhjákvæmilega leitt til broddborgaraskapar. Augljósasta, almenna einkennið sem af þessu leiðir er sjálfsánægja samfara lítilli lesningu. Sjálfur 63
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.