Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Side 70
Tímarit Máls og menningar
marxísk hlutdrægni er fyrsta afbrigði hlutdrægninnar sem unnt er að rétt-
læta með góðri samvisku, jafnt á siðferðilegan sem vísindalegan hátt. Það
sem gefur þesskonar vísindum líf er, að hér er stefnt að ákveðnu marki í
stað þess að verið sé að sýsla við einangraða vísindamennsku, sem eingöngu
þjónar innantómri ánægju. Þau markmið, sem marxísk vísindi ásetja sér að
ná, eru: afnám firringarinnar og nauðsynleg þátttaka alþýðunnar í meðvit-
aðri sköpun sinnar eigin sögu. Marxisminn ber höfuð og herðar yfir öll
önnur afbrigði hlutdrægninnar. Marxísk hlutdrægni er málefnalega ábyrg-
ari en allar aðrar tegundir hlutdrægni.
Þannig renna saman í eitt meðvitað markmið og málefnaleg, falslaus
afstaða. Hér er byggt á raunverulegri hlutlægni. Því verður ekki á móti mælt,
að hlutlægur sannleikur og marxisk afstaða eru eitt og hið sama. Oreiga-
stéttin er fyrsta stétt sögunnar, sem telur hagsmunum sínum réttilega best
borgið með því að hún hafi skýra meðvitund um sjálfa sig, og umheiminn,
um veröldina í heild. Inntak þeirrar samvisku sem er aðal þessarar þekking-
ar, felst í því, að öreigastéttin hefur engra skaðlegra arðránshagsmuna að
gæta andspænis öðrum stéttum. Það er hlutskipti öreiganna að afnema öll
lífsskilyrði sem leiða til firrtrar vinnu. Afnám þesskonar lífsskilyrða leiðir
af sér frelsun alls þjóðfélagsins í heild. Þareð öreigastéttin þarf ekki á
neinskonar sérhagsmunahugmyndafræði að halda til að ná fram stéttlausum
markmiðum sínum, þá er í fyrsta sinn hægt að tala um að hin byltingarsinn-
aða vitund, hin marxíska vitund, sé boðberi „hreins sannleika“. M. ö. o.
vegna þess, að öreigastéttinni lánast ekki að slíta af sér fjötrana nema með
umbúðalausri þekkingu á því þjóðfélagslega samhengi, sem lífsskilyrði henn-
ar eru háð, er hún eina stéttin til þessa, sem hlýtur að hafa áhuga á þekkingu
á veruleikanum sem ekki hefur orðið fyrir hugmyndafræðilegri smurningu.
Það er síður en svo í ósamræmi við þessa leit eftir hlutlægum sannleika, að
höfuðáherslan skuli jafnan vera lögð á starfið (breytinga í stað skýringanna
einna). Við samruna fræðikenningarinnar og starfsins, fellur ekki annað
brott en það sem ekki stenst prófun sannleikans, þ. e. a. s. það sem byggt er
á hugarórum einum saman. Sá háttur vísindamanna að setja sig jafnan í
einskonar áhorfendastellingar, er reyndar í fyllsta samræmi við þá pólitísku
svæfingu sem þeir hafa orðið fyrir, svo unnt væri að fyrirbyggja, að óþægi-
leg þekking færi að hafa áhrif á gang veraldlegra mála. Þegar þekkingin nær
hinsvegar yfirhöndinni og reynt verður á hlutlægni hennar í verki, þá fyrst
verður hún að standa fyrir sínu. Þann hreinsunareld stenst aðeins sú hlut-
lægni sem er algerlega fölskvalaus. Hið marxíska samband milli fræðikenn-
60