Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Page 71

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Page 71
Hlutdrœgni vísindanna ingar og starfs er eðli sínu samkvæmt eggjan til athafna. Marxisminn heldur því aðeins á lofti sannleika sem stenst í reynd. Hann lítur á slíkan sannleika sem máttugri og brýnni en hverskyns vangaveltur með dulrænum keim. Ekkert er því fjarlægara hlutdrægu sambandi fræðikenningarinnar og starfs- ins en nytsemisstefna borgaranna eða taumlaus aðgerðastefna (Praktizismus) kreddumarxistanna. Það á ekki síst erindi til þeirra síðarnefndu, sem Goethe skrifaði forðum: „Skaðleg sannindi eru jafnframt gagnleg, af því að þau geta aðeins verið skaðleg um stundarsakir og leiða síðan til nýrra sanninda, sem sífellt hljóta að verða gagnlegri. Aftur á móti eru gagnleg mistök skað- leg, því þau geta aðeins verið gagnleg um stundarsakir og leiða þvínæst til nýrra mistaka sem sífellt verða skaðlegri“. Tilgangur marxismans réttlætir engar aðgerðir, þar sem fræðikenningin, hlutlæg þekking á öllum hliðum ríkjandi ástands, er ekki látin ráða ferðinni. Að öðrum kosti væri marxism- inn ekki lengur fyrirmæli um breytni sem á bestan hátt samræmist gangi veraldarinnar sjálfrar. Þarmeð væri beittasta vopnið slegið úr höndum öreiganna og óvinurinn þyrfti ekki lengur að skelfast afhjúpun veruleikans né hefta hana og falsa. Oumflýjanleg hagnýting fræðikenningarinnar í starfi, sem allt veltur á, er ekkert annað en sannleikurinn í reynd, umbreyting heimsins til samræmis við þá þekkingu sem áunnist hefur. Því fer og fjarri, að slík kenning beri keim af „innantómri fræðihyggju“ (Intellektúalisma); þvert á móti felur hún í sér afdráttarlausa hlutdrægni, sem á sér rætur í við- fangsefninu sjálfu. Af því hlýtur að leiða, að marxísk hlutdrægni og hlutlæg afstaða eru eitt og hið sama. Að öðrum kosti væri sósíalísk raunsæisstefna hvorki til í fræðilegum skilningi né í verki. Og ástæðan fyrir því, að þessi sósíalíska raunsæisstefna er svo ástríðufull og ofsafengin sem raun ber vitni, er einmitt sú að veröldin er sjálf hvorki hálfvelgjuleg né fjandsamleg. Veröldin er hvorki sætur svaladrykkur né svartasta víti, heldur er hún í fullkomnu samræmi við það sem Karl Marx sagði um hana á sínum tíma. Hlutlægt viðhorf jafngildir á okkar tímum sósíalísku hugarfari, þ. e. a. s. sá veruleiki sem er í mótun er hlutdrægur í eðli sínu. Jafnvel nákvæmasta eftirlíking veruleikans fæli ekki í sér neins- konar áeggjan um árangursríka breytni, ef manninum væri það eftir sem áður uppálagt, að þreyta án afláts sund á móti þungum straumi sögunnar í stað þess að synda með honum. Sorel,22 boðberi kenningarinnar um skil- yrðislausa valdbeitingu í formi einskonar sögulegs ofbeldis, sem fasistar færðu sér síðar í nyt, skilgreindi veruleikann sem straum, er við yrðum sífellt að streitast á móti. Marxisminn gefur á hinn bóginn raunsæja og 61
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.