Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Page 108
Tímarit Máls og menningar
Sú staShæfing, að sannleikurinn verði að ganga fyrir öllu, eða með öðrum orðum að
sannleikurinn sé æðstur allra verðmæta, hefur því aöeins merkingu, að til séu mannleg
verðmæti. Hið sanna er því aðeins nokkurs virði, að mannleg verðmæti séu til. For-
sendurnar fyrir því, að vér greinum sannleik frá blekkingu, rétt frá röngu og leitum
sannleikans, eru því: 1) Til er hlutveruleiki og 2) líf vort og starf hefur raunverulegt
gildi. En til þess að svo sé, verður lífið að vera annað og meira en blik í eilífÖinni, sem
kemur og hverfur á samri stund.
Vér getum nú dregið saman niðurstöðurnar: Af öllum staðhæfingum er sú öruggust, að
til sé hlutveruleiki eða Iögbundinn verideiki óháður vitund þess, sem hugsar, því að hún
er forsenda allra annarra staðhæfinga.
Oruggari en allir dómar, sem fjalla unt gildi mannlegra athafna og mannlegs lífs, er
sú staðhæfing, að til sé framhaldslíf eftir líkamsdauðann, því að hún er forsenda allra
dóma, sem taka til mannlegra verðmæta ... sem hafa það að forsendu, að lífið sjálft sé
þess vert að lifa því. Án þess að leggja dóm á verðmæti getum vér ekki lifað né starfað.
Vér afneitum sjálfum oss sem siðgæðisverum.
Ef ekkert skiptir lengur máli, þá gerir sannleikurinn það ekki heldur. Sannleiksgildið
hreppir sömu örlög og öll önnur mannleg verðmæti, ef forsenduna brestur. Þar með
væri úr sögunni aflvaki allrar sannleiksleitar, rannsóknar og hugsunar. ...
Mannleg verðmæti, líf og starf er hinn ótvíræði veruleiki. Vér játum því, hvað sem allri
skólaspeki líður. Ef vér hættum að gera ráð fyrir lífi eftir dauðann, verða öll þau verð-
mæti að engu, sem er forsenda lífs vors og starfs....Til þess að geta haldið áfram að
lifa sem vera gædd vitsmunum og siðgæði, hljótum vér að gera ráð fyrir framhaldslífi.
I þeim skilningi verður lífsnauðsynin að röknauðsyn. Það sem vér hljótum að gera ráð
fyrir af rökrænum ástæðum, hlýtur í öllu falli að vera sennilegt."
Gátan mikla, bls. 111-117.
„Það er nauðsynlegt að leggja ríka áherzlu á, að þegar vér gerum ráð fyrir fram-
haldslífi, er það aðeins leiðsögutilgáta. En leiðsögutilgátan er lífsnauðsyn, og í þeim
skilningi röknauðsyn. Meðan tilgátan er ekki sannreynd, hversu Iífsnauðsynleg sem hún
er, hlýtur efi að komast að. Annars væri tilgátan orðin að trú. Hversu sterk rök sem hníga
að sennileik tilgátunnar, verður hún ósönnuð, meðan vér getum ekki sannreynt hana.“
Gátan mikla, bls. 119
Svo mörg eru þau orð. Hér er viturlega og djarflega talað og drengilega.
Á mörkum mannlegrar þekkingar duga orðin lítt og líkingar ná helst til
skammt, reynast óraunhæfar í návist þess fagnaðar andartaksins, sem svæfir
þjáninguna handan allra líkinga. Oft gera menn misheppnaðar tilraunir til
þess að skilgreina og skýra hinn lítt skilgreinanlega, huglæga veruleik hinum
megin við þennan efnisheim. Brynjólfur Bjarnason auðveldar þessa erfið-
leika með nokkrum nýyrðum. Beitir hann þeim af innsæi og skarpskyggni.
Sem dæmi nefni ég orðin hlutvera og sjálfsvera, lögbundin tengsl og skilyrð-
ing. Þau hafa djúpa merkingu, sem þau endurspegla vel, eru auðskilin. Sér-
stakar mætur fær maður á orðinu sértak, sem höfundur beitir vel og spaklega.
98