Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Page 108

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Page 108
Tímarit Máls og menningar Sú staShæfing, að sannleikurinn verði að ganga fyrir öllu, eða með öðrum orðum að sannleikurinn sé æðstur allra verðmæta, hefur því aöeins merkingu, að til séu mannleg verðmæti. Hið sanna er því aðeins nokkurs virði, að mannleg verðmæti séu til. For- sendurnar fyrir því, að vér greinum sannleik frá blekkingu, rétt frá röngu og leitum sannleikans, eru því: 1) Til er hlutveruleiki og 2) líf vort og starf hefur raunverulegt gildi. En til þess að svo sé, verður lífið að vera annað og meira en blik í eilífÖinni, sem kemur og hverfur á samri stund. Vér getum nú dregið saman niðurstöðurnar: Af öllum staðhæfingum er sú öruggust, að til sé hlutveruleiki eða Iögbundinn verideiki óháður vitund þess, sem hugsar, því að hún er forsenda allra annarra staðhæfinga. Oruggari en allir dómar, sem fjalla unt gildi mannlegra athafna og mannlegs lífs, er sú staðhæfing, að til sé framhaldslíf eftir líkamsdauðann, því að hún er forsenda allra dóma, sem taka til mannlegra verðmæta ... sem hafa það að forsendu, að lífið sjálft sé þess vert að lifa því. Án þess að leggja dóm á verðmæti getum vér ekki lifað né starfað. Vér afneitum sjálfum oss sem siðgæðisverum. Ef ekkert skiptir lengur máli, þá gerir sannleikurinn það ekki heldur. Sannleiksgildið hreppir sömu örlög og öll önnur mannleg verðmæti, ef forsenduna brestur. Þar með væri úr sögunni aflvaki allrar sannleiksleitar, rannsóknar og hugsunar. ... Mannleg verðmæti, líf og starf er hinn ótvíræði veruleiki. Vér játum því, hvað sem allri skólaspeki líður. Ef vér hættum að gera ráð fyrir lífi eftir dauðann, verða öll þau verð- mæti að engu, sem er forsenda lífs vors og starfs....Til þess að geta haldið áfram að lifa sem vera gædd vitsmunum og siðgæði, hljótum vér að gera ráð fyrir framhaldslífi. I þeim skilningi verður lífsnauðsynin að röknauðsyn. Það sem vér hljótum að gera ráð fyrir af rökrænum ástæðum, hlýtur í öllu falli að vera sennilegt." Gátan mikla, bls. 111-117. „Það er nauðsynlegt að leggja ríka áherzlu á, að þegar vér gerum ráð fyrir fram- haldslífi, er það aðeins leiðsögutilgáta. En leiðsögutilgátan er lífsnauðsyn, og í þeim skilningi röknauðsyn. Meðan tilgátan er ekki sannreynd, hversu Iífsnauðsynleg sem hún er, hlýtur efi að komast að. Annars væri tilgátan orðin að trú. Hversu sterk rök sem hníga að sennileik tilgátunnar, verður hún ósönnuð, meðan vér getum ekki sannreynt hana.“ Gátan mikla, bls. 119 Svo mörg eru þau orð. Hér er viturlega og djarflega talað og drengilega. Á mörkum mannlegrar þekkingar duga orðin lítt og líkingar ná helst til skammt, reynast óraunhæfar í návist þess fagnaðar andartaksins, sem svæfir þjáninguna handan allra líkinga. Oft gera menn misheppnaðar tilraunir til þess að skilgreina og skýra hinn lítt skilgreinanlega, huglæga veruleik hinum megin við þennan efnisheim. Brynjólfur Bjarnason auðveldar þessa erfið- leika með nokkrum nýyrðum. Beitir hann þeim af innsæi og skarpskyggni. Sem dæmi nefni ég orðin hlutvera og sjálfsvera, lögbundin tengsl og skilyrð- ing. Þau hafa djúpa merkingu, sem þau endurspegla vel, eru auðskilin. Sér- stakar mætur fær maður á orðinu sértak, sem höfundur beitir vel og spaklega. 98
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.