Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Síða 121

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Síða 121
Umsagnir um bækur NORRÆN NÚTÍMAUÓÐ Erfitt er að gera sér rétta grein fyrir á- hrifum Ijóðaþýðinga í íslenskri bók- menntasögu, en þau eru vafalaust allmik- il. Sennilega heyrir það til undantekninga að ung skáld á mesta mótunarskeiði lesi erfiða ljóðlist á erlcndum tungum sér að fullu gagni og þeim mun mikilvægari er sú uppbót á fábreytni íslenskrar ljóðlistar sem Ijóðaþýðingar veita. Hitt er ekki minna um vert hve þýdd ljóð hafa víkkað sjóndeildarhring ljóðaunnenda og veitt þeim marga ánægjustund. Allt frá upphafi 19. aldar hafa mörg góðskálda okkar verið afkastamiklir ljóðaþýðendur og nægir að nefna Jón Þorláksson, Steingrím og Matt- hías sem allir uxu stórum í átökum við er- lend stórskáld. Á þessari öld hafa mörg Ijóðskáld gert afbragðsþýðingar en mest munar þó líklega um þá sem hafa sér- liæft sig við þessa iðju, þá Magnús Ás- geirsson og Helga Hálfdanarson. Nýlega hefur svo eitt af okkar ágætustu skáldum, Hannes Sigfússon, kveðið sér hljóðs sem mikilhæíur og listfengur ljóðaþýðandi.1 I bók Hannesar eru Ijóð eftir fjörutíu skáld frá fjórum Norðurlandanna, tíu frá hverju landi. Engin færeysk ljóð eru í bókinni, og er eftirsjá í því. Um val ljóða og höfunda segir þýðandinn: „Val Ijóð- anna hefur að sjálfsögðu ráðizt af per- sónulegum smekk þýðandans, að minnsta kosti að langmestu leyti. Einstaka sinnum 1 Norrœn Ijðð 1939-1969. Noregu.r/Dan- mörkjSvíþjóð/Finnland. Hannes Sigfússon íslenzkaði. Heimskringla 1972. 324 bls. hef ég þó valið Ijóð vegna þess eins að það hefur með einhverjum hætti verið dæmigert afsprengi höfundarins. Höfund- ana hef ég hinsvegar valið með hliðsjón af því rúmi sem þeir skipa í bókmennta- sögu eða vitund helztu gagnrýnenda við- komandi lands.“ (19) Val ljóða til þýðingar hlýtur alltaf að verða svo persónulegt að varla eru nokkr- ar forsendur til gagnrýni á því, síst fyrir þann sem veit mörg göt og stór á þekk- ingu sinni á þeim efnivið sem valið er úr, enda augljóst að val ljóða til þýðingar getur trauðla orðið hið sama og ef verið væri að velja bestu ljóð í sýnisbók. Þýð- anleiki, og jarðvegur í því landi sem við á að taka, hlýtur að setja valinu margs konar skorður. Það er þó eftirtektarvert hve hlutur norsku skáldanna í bókinni er góður enda þekkir Hannes væntanlega best til skáldskapar þeirra. (Reyndar finnst mér álitamál hvort ekki hefði verið rétt að taka með í bókina ljóð eftir Tarjei Vesaas. Hann er að vísu eldri en önnur skáld í bókinni, en kemur ekki fram sem ljóðskáld fyrr en á þessu skeiði). Á hinn bóginn er varla hægt að segja að ljóðin frá Danmörku gefi rétta hugmynd um það sem þar hefur verið á seyði í ljóðlistinni síðustu áratugi. Réttari mynd hefði fengist af dönskum módernisma ef þarna hefðu verið með kvæði eftir J0rgen Gustava Brandt, j0rgen Sonne, Cecil Bpdker eða Jess 0rnsbo. Hvert þeirra sem er finnst mér betri fulltrúi danskrar ljóð- listar á þessu skeiði en Grethe Risbjerg Thomsen eða Ove Abildgárd. Sama má etv. 111
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.