Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Page 29

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Page 29
Stðra stökkið afturábak þýðir m.a. að fólk á vinnustöðum hefur ekki lengur rétt til að velja nemendur til háskólanáms úr sínum hópi og jafnframt að væntanlegir menntamenn þurfa ekki lengur að starfa þrjú ár úti á landsbyggðinni eins og áður tíðkaðist. Þessi breyting hófst þegar í október 1977, þegar milli 20 og 30% háskólanema voru valdir úr hópi „bestu“ nemenda miðskólans. Þær upplýsingar sem ég hef undir höndum sýna, eins og vænta mátti, að hér er fyrst og fremst um börn flokks- manna að ræða sem hafa sérstaklega verið búin undir þessi próf fyrirfram. Þar með eru forréttindi þeirra sem eiga peninga eða eru synir eða dætur flokksmanna aftur endurreist. Jafnframt er tekið upp hið tvöfalda skólakerfi sem svo harðlega var fordæmt í menningarbyltingunni. Þannig segir Jen-min Jih-pao hinn 26. okt. 1977: „Aðgangur að æðri skólum er ennþá takmarkaður. Meirihlutinn stenst ekki inntökuprófin. Ef þeir halda áfram að nema af kappi og leggja sig fram um að ná valdi á vísindalegri þekkingu mun þeim gefast annar kostur á að reyna við inntökuprófið í framtíðinni, annars munu þeirgeta haldið námi sínu áfram í 21. Júlí-Verkamannaháskólunum og öðrum tómstundaháskólum.“ Ég er ekki að halda þvi fram að allt sem gert hefur verið á sviði menntamála í menningarbyltingunni hafi verið fullkomið og að ekki sé vert að taka stefnuna í menntamálum til alvarlegrar umræðu. Þvert á móti tel ég að mikilla úrbóta hafi verið þörf, en mér virðist hins vegar augljóst að þœr verði ekki unnar meðþví að hverfa aftur tilþess ástands er ríkti fyrir menningarbyltinguna. Sú mikla áhersla sem nú er lögð á breytingar í menntakerfinu, án þess að nokkur lærdómur sé dreginn af reynslu undangenginna ára eða opinber umræða höfð í frammi, er fyrst og fremst gerð til þess að endurreisa völd og virðingu hinna akademísku yftrvalda og til þess að styrkja vald menntamannanna og flokksins. Einkennandi er hve mikið er lagt upp úr stærðfræðikunnáttu, þar sem virðing stærðfræðinnar og þeirra sem hafa vald á henni er hafin upp til skýjanna í samræmi við hinn aukna virðingarsess menntamannanna. Þetta gengur langt út yfir það sem vissulega var nauðsynlegt að gera til þess að endurheimta vissa fræðilega þekkingu sem að einhverju leyti hafði dregist aftur úr á undan- gengnum árum. í heild sinni mynda þær breytingar, sem nú er verið að framkvæma í Kína á sviði skipulagsmála í menntakerfinu, landbúnaðarfram- leiðslunni, launakerfinu osfrv., afneitun þeirrar ,yósíalísku endumýjunar“ sem menningarbyltingin bar fram og þar með afneitun á ávinningum þeirrar byltingar. Hin „frceðilega“ afneitun menningarbyltingarinnar. Opinber tilraun hefur ekki enn verið gerð til þess að kveða menningarbyltinguna fræðilega í kútinn, þar sem það hefði í sér fólgna beina fræðilega árás á stefnu Mao Tse-tung. Hins 403
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.