Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Síða 29
Stðra stökkið afturábak
þýðir m.a. að fólk á vinnustöðum hefur ekki lengur rétt til að velja nemendur til
háskólanáms úr sínum hópi og jafnframt að væntanlegir menntamenn þurfa
ekki lengur að starfa þrjú ár úti á landsbyggðinni eins og áður tíðkaðist. Þessi
breyting hófst þegar í október 1977, þegar milli 20 og 30% háskólanema voru
valdir úr hópi „bestu“ nemenda miðskólans. Þær upplýsingar sem ég hef undir
höndum sýna, eins og vænta mátti, að hér er fyrst og fremst um börn flokks-
manna að ræða sem hafa sérstaklega verið búin undir þessi próf fyrirfram. Þar
með eru forréttindi þeirra sem eiga peninga eða eru synir eða dætur flokksmanna
aftur endurreist. Jafnframt er tekið upp hið tvöfalda skólakerfi sem svo harðlega
var fordæmt í menningarbyltingunni. Þannig segir Jen-min Jih-pao hinn 26. okt.
1977: „Aðgangur að æðri skólum er ennþá takmarkaður. Meirihlutinn stenst
ekki inntökuprófin. Ef þeir halda áfram að nema af kappi og leggja sig fram um
að ná valdi á vísindalegri þekkingu mun þeim gefast annar kostur á að reyna við
inntökuprófið í framtíðinni, annars munu þeirgeta haldið námi sínu áfram í 21.
Júlí-Verkamannaháskólunum og öðrum tómstundaháskólum.“
Ég er ekki að halda þvi fram að allt sem gert hefur verið á sviði menntamála í
menningarbyltingunni hafi verið fullkomið og að ekki sé vert að taka stefnuna í
menntamálum til alvarlegrar umræðu. Þvert á móti tel ég að mikilla úrbóta hafi
verið þörf, en mér virðist hins vegar augljóst að þœr verði ekki unnar meðþví að
hverfa aftur tilþess ástands er ríkti fyrir menningarbyltinguna.
Sú mikla áhersla sem nú er lögð á breytingar í menntakerfinu, án þess að
nokkur lærdómur sé dreginn af reynslu undangenginna ára eða opinber umræða
höfð í frammi, er fyrst og fremst gerð til þess að endurreisa völd og virðingu hinna
akademísku yftrvalda og til þess að styrkja vald menntamannanna og flokksins.
Einkennandi er hve mikið er lagt upp úr stærðfræðikunnáttu, þar sem virðing
stærðfræðinnar og þeirra sem hafa vald á henni er hafin upp til skýjanna í
samræmi við hinn aukna virðingarsess menntamannanna. Þetta gengur langt út
yfir það sem vissulega var nauðsynlegt að gera til þess að endurheimta vissa
fræðilega þekkingu sem að einhverju leyti hafði dregist aftur úr á undan-
gengnum árum. í heild sinni mynda þær breytingar, sem nú er verið að
framkvæma í Kína á sviði skipulagsmála í menntakerfinu, landbúnaðarfram-
leiðslunni, launakerfinu osfrv., afneitun þeirrar ,yósíalísku endumýjunar“ sem
menningarbyltingin bar fram og þar með afneitun á ávinningum þeirrar byltingar.
Hin „frceðilega“ afneitun menningarbyltingarinnar. Opinber tilraun hefur ekki
enn verið gerð til þess að kveða menningarbyltinguna fræðilega í kútinn, þar
sem það hefði í sér fólgna beina fræðilega árás á stefnu Mao Tse-tung. Hins
403