Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Side 63

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Side 63
Um Réttarhöld Kafka lagður að jöfnu við lögin sjálf. En þetta er einmitt það klækjabragð sem allir skriffinnar nota til að auka við vald sitt. En það er meira blóð í kúnni. Presturinn heldur áfram: „Þar sem hann (dyravörðurinn) er bundinn þjónustustarfi sínu, þótt einungis sé við fordyri laganna, er hann ómælanlega stærri en nokkur sá sem rásar frjálst um heiminn ... Það eru lögin sem hafa sett hann í þessa stöðu; að efast um virðingu hans jafngildir því að draga lögin sjálf í efa.“ Það er engin furða þótt K. hristi höfuðið og svari því til að hann geti ekki fallist á þetta sjónarmið „því sé það viðurkennt hljótum við að viðurkenna sannleiksgildi alls þess sem dyravörðurinn segir. Þú hefur hins vegar sjálfur sannað nógsamlega að það kemur ekki til greina." Mér virðist svar prestsins setja fram í samþjöppuðu og sígildu formi grundvallarkennisetningu allra kerfa: ,„Nei,‘ sagði presturinn, ,það er engin nauðsyn að viðurkenna að allt sé satt, maður verður bara að viðurkenna það sem nauðsyn.‘“ Það skelfilega hyldýpi sem staðfest er milli „sannleika" og „nauðsynjar“ opinberast hér lesandanum i allri sinni vídd. Hvað gera þeir menn eins og Jósep K. sem annars vegar eru ófærir eða ófúsir að beygja sig fyrir „nauðsyninni“, vitandi að henni er ásköpuð tilhneiging til að teygja sig út fyrir endamörk síns umráðasvæðis, og vita það hins vegar að þeir eru ófærir um að lifa sönnu lífi í heimi sem er margflókinn, sundraður og framandlegur? Þeir segja það sem K. sagði er hann svaraði prestinum: „.Dapurleg niðurstaða. Hún breytir lyginni í algilda reglu‘.“ (í þremur málsgreinum sem upphaflega fylgdu hér á eftir en höfundurinn strikaði út síðar verður K. það ljóst að „hann hafði verið að tala um þjóðsögu og fella um hana dóm og vissi samt ekkert um uppruna hennar eða heimildir og var jafnóviss um allar túlkanir". Hann lætur yfirbugast af myrkrinu í dómkirkjunni og harmleikur reynslu hans er dreginn saman í þessum orðum: „Qftar en einu sinni, þótt hann vissi fullvel hversu tilgangslaust það var, hafði hann litið upp og myrkur, endalaust myrkur, hafði bókstaflega hvolfst yfir hann úr öllum áttum. ,Það er alls staðar svo mikið myrkur/ sagði Jósep K. og lagði hönd yfir augun eins og hann verkjaði af áreynslunni við að finna rétta leið.“) I bókinni dregur Kafka úr yfirgripsmiklum fullyrðingum Jóseps K. „K. sagði þetta með þunga,“ bætir hann við, „en þetta var ekki hans endanlegi dómur.“ En Jósep K. finnur til þess í sinni „dapurlegu niðurstöðu“ að mál hans er tapað. Eftir það standa honum aðeins tvær leiðir opnar: undirgefni eða uppreisn. Kafka var enginn byltingarmaður. Hans annað sjálf, Jósep K., beygir sig af 437
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.