Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Page 108

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Page 108
Tímarit Máls og menningar félagið og afhjúpi grundvallarandstæður kapítalismans í framsetningu sinni á þjóðfélagsveruleikanum. Sér í lagi hlýtur að vera sanngjarnt að krefjast þess að bent sé á að launavinna og auðmagn séu í rauninni þau öfl sem orsaki misrétti í þjóðfélaginu. Ef þjóðfélagsmyndin í Vanrcektu vori er metin frá þessum sjónar- hóli hlýtur niðurstaðan að verða sú að Scherfig hafi ekki greint þjóðfélagið á fullnægjandi hátt heldur hafi hann þvert á móti sviðsett þjóðfélagsveruleikann í samræmi við sjálfsskilning hins borgaralega þjóðfélags. Þessi afstaða birtist í lýsingunni á nemendunum, kennurunum og lágstéttinni. Hér að framan var sagt að Vanrcekt vor væri að því leyti ólík mörgum öðrum hópsögum að hún lýsti hópi þar sem uppruni hvers og eins væri frábrugðinn uppruna hinna. Þetta eru skólanemendur en ekki t.d. samfélag fiskimanna eða bænda. Einmitt þess vegna ætti að vera ástæða til að tengja frásögnina af þróun þess hvernig kúgaðir verða kúgarar við lýsingu á stéttauppruna nem- endanna. En slíka greiningu er hvergi að finna. Það er eingöngu fjallað nokkuð ýtarlega um stéttaruppruna eins einasta nemanda og hann sker sig úr hópnum vegna þess að hann er úr verkalýðsstétt. Um þennan nemanda, Axel Nielsen, fáum við að vita að samband hans við gömlu leikfélagana rofnar eftir því sem þeir vaxa úr grasi en hann sjálfur heldur áfram skólagöngu sinni í menntaskóla og háskóla. Hugsanleg skýring þess að það vantar greiningu á félagslegum uppruna nemendanna gæti verið sú að sagan er öll skrifuð frá sjónarhóli nemendanna. Scherfig hefur nefnilega reynt að rifja upp eins nákvæmlega og unnt er til þess að geta lýst því án rangfærslna hversu óþolandi það var að vera í skóla. En þessi skýring fær ekki staðist. Þvi þrátt fyrir það að sjónarhom frásagnarinnar sé nemendanna, þá er rödd frásagnarinnar þurr og efagjörn gamlingjarödd sem afhjúpar lið fyrir lið blekkingarhjúp skólans og innantómar siðvenjur. Þessi rödd dregur allar ályktanir 1 bókinni, hún útskýrir samhengið og greiðir úr þráðunum. Bókin inniheldur því bæði vitund sem heldur sig á sama stigi og drengirnir eru og vitund sem skoðar og skilgreinir úr fjarlægð. í tilhögun frásagnarinnar er því ekkert sem getur afsakað þennan skort á stéttagreiningu í verkinu. Kennurum skólans er ávallt lýst frá sjónarhóli nemenda: þeir eru kúgarar, stjórnendur kerfisins. Scherfig hefur alveg sniðgengið þá hugsun að kennur- unum sjálfum sé kannski stjórnað, að þeir hafi ekki getað valið sitt hlutskipti sjálfir, að þjóðfélagið hafi líka sett mark sitt á þá. Það er staðreynd að mennta- skólakennarar á þeim tímum sem verkið lýsir, í kringum fyrri heimsstyrjöld, voru allt annað en vellaunaður hópur. Þvert á móti. Þeir fengu tiltölulega lágt 482
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.