Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Síða 108
Tímarit Máls og menningar
félagið og afhjúpi grundvallarandstæður kapítalismans í framsetningu sinni á
þjóðfélagsveruleikanum. Sér í lagi hlýtur að vera sanngjarnt að krefjast þess að
bent sé á að launavinna og auðmagn séu í rauninni þau öfl sem orsaki misrétti í
þjóðfélaginu. Ef þjóðfélagsmyndin í Vanrcektu vori er metin frá þessum sjónar-
hóli hlýtur niðurstaðan að verða sú að Scherfig hafi ekki greint þjóðfélagið á
fullnægjandi hátt heldur hafi hann þvert á móti sviðsett þjóðfélagsveruleikann í
samræmi við sjálfsskilning hins borgaralega þjóðfélags. Þessi afstaða birtist í
lýsingunni á nemendunum, kennurunum og lágstéttinni.
Hér að framan var sagt að Vanrcekt vor væri að því leyti ólík mörgum öðrum
hópsögum að hún lýsti hópi þar sem uppruni hvers og eins væri frábrugðinn
uppruna hinna. Þetta eru skólanemendur en ekki t.d. samfélag fiskimanna eða
bænda. Einmitt þess vegna ætti að vera ástæða til að tengja frásögnina af
þróun þess hvernig kúgaðir verða kúgarar við lýsingu á stéttauppruna nem-
endanna. En slíka greiningu er hvergi að finna. Það er eingöngu fjallað nokkuð
ýtarlega um stéttaruppruna eins einasta nemanda og hann sker sig úr hópnum
vegna þess að hann er úr verkalýðsstétt. Um þennan nemanda, Axel Nielsen,
fáum við að vita að samband hans við gömlu leikfélagana rofnar eftir því sem
þeir vaxa úr grasi en hann sjálfur heldur áfram skólagöngu sinni í menntaskóla
og háskóla.
Hugsanleg skýring þess að það vantar greiningu á félagslegum uppruna
nemendanna gæti verið sú að sagan er öll skrifuð frá sjónarhóli nemendanna.
Scherfig hefur nefnilega reynt að rifja upp eins nákvæmlega og unnt er til þess
að geta lýst því án rangfærslna hversu óþolandi það var að vera í skóla. En þessi
skýring fær ekki staðist. Þvi þrátt fyrir það að sjónarhom frásagnarinnar sé
nemendanna, þá er rödd frásagnarinnar þurr og efagjörn gamlingjarödd sem
afhjúpar lið fyrir lið blekkingarhjúp skólans og innantómar siðvenjur. Þessi
rödd dregur allar ályktanir 1 bókinni, hún útskýrir samhengið og greiðir úr
þráðunum. Bókin inniheldur því bæði vitund sem heldur sig á sama stigi og
drengirnir eru og vitund sem skoðar og skilgreinir úr fjarlægð. í tilhögun
frásagnarinnar er því ekkert sem getur afsakað þennan skort á stéttagreiningu í
verkinu.
Kennurum skólans er ávallt lýst frá sjónarhóli nemenda: þeir eru kúgarar,
stjórnendur kerfisins. Scherfig hefur alveg sniðgengið þá hugsun að kennur-
unum sjálfum sé kannski stjórnað, að þeir hafi ekki getað valið sitt hlutskipti
sjálfir, að þjóðfélagið hafi líka sett mark sitt á þá. Það er staðreynd að mennta-
skólakennarar á þeim tímum sem verkið lýsir, í kringum fyrri heimsstyrjöld,
voru allt annað en vellaunaður hópur. Þvert á móti. Þeir fengu tiltölulega lágt
482