Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Page 109

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Page 109
Hans Scherfig kaup án þess að staða þeirra væri um leið í miklu áliti. í Vanrœktu vori kemur fram hvöss gagnrýni á kennara menntaskólans, en verkið gerir ekki einu sinni tilraun til að setja kennarahópinn í félagslegt samhengi. Kennararnir birtast bara útskýringarlaust sem kúgarar vegna þess að nemendurnir skynja þá sem slíka. Þriðji hópurinn sem vankantar þjóðfélagsmyndarinnar birtast hjá, er lág- stéttin. Frásagnarrödd bókarinnar útskýrir fyrir okkur að þjóðfélagið sé tvær stéttir: háskólamenntaðir annars vegar, alþýða manna hins vegar. Scherfig hefur greinilega samúð með hinum breiða almúga, en þar sem alþýða bókarinnar þjónar aðeins þeim tilgangi að vera jákvæð andstæða við lokaðan heim skólans þá sleppir hann alveg að setja spurningarmerki við það líf sem lifað er utan skólans. Þessi veikleiki í samfélagsmyndinni kemur sérstaklega skýrt i ljós í lýsingunni á Axel Nielsen, verkamannssyninum sem gekk í skóla ár eftir ár til þess eins að fá stöðu við gamla skólann sinn að loknu háskólaprófi. Þegar jafnaldrar hans úr portinu urðu sjálfráða og fóru að sjá fyrir sér var hann ennþá skólastrákur. Þegar þeir fóru á krár að loknum vinnudegi varð hann að lesa lexíur. Þegar þeir unnu sér inn peninga og buðu stúlkum út og trúlofuðu sig varð hann að sitja eftir í skólanum. Þegar þeir voru uppteknir af aðalfundum og verkföllum og pólitískum fundum skalf hann á beinunum út af slæmum eink- unnum sem pabbi hans eða mamma áttu að skrifa undir. Þegar þeir fóru að búa með vinkonum sínum varð hann aö hlusta á náttúrufræðikennara sem útskýrði nærfærnislega fyrir þriðja bekk menntaskólans leyndardóma æxlunarinnar og tók dæmi af frævun blóma ...(24) Hvers vegna fara gamlir leikbræður Axels í verkföll? Hvers vegna sækja þeir pólitíska fundi? Bókin gefur engin svör. Scherfig setur upp sem andstæður ófrjálsa, kúgaða tilveru nemendanna (neikvætt) og heilbrigt og eðlilegt líf verkamannanna (jákvætt). Með þessu móti eru lífshættir verkalýðsstéttarinnar sýndir sem eðlilegir, tilvera hennar frjáls. Þessi skoðun á verkamanninum sem fulltrúa hins heilbrigða og eðlilega á ekkert skylt við stéttagreiningu heldur er þetta ógagnrýnin eftirlíking af hugmyndum borgarastéttarinnar um öreiga- stéttina. Annað vafasamt atriði í þeirri mynd af þjóðfélagsstéttunum sem birtist í verkinu er fúllyrðingin um að háskólamenntun færi manni völd í þjóðfélaginu. Út af fyrir sig getur falist nokkur sannleikur í þessu, en ef við lítum á þetta atriði innan bókmenntaverks sem skortir stéttagreiningu verður óhjákvæmileg ályktun sú að þekking sem slík sé eina skýringin á mismun milli manna. Skáldsagan tekur alls ekki til greina þann mun sem tengdur er eignaréttinum. 483
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.