Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Side 8

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Side 8
Páll Skúlason Rannsóknir í háskóla Flutt á þingi BHM um markmið og skipulag háskóla, 15. apríl 1983 Siðfræðin hefur aldrei getað orðið að vísindum, ef til vill til ómetanlegs tjóns fyrir menninguna, af því að siðspekingarnir hafa sífellt gotið hornauga til hins hentisama og gildandi, aldrei leitað sannleikans um siðina vegna hans sjálfs. Skammsýn nothyggja hefnir sín alltaf, þegar til lengdar lætur. Engin vísindi komast á hátt stig, nema til séu menn, sem iðka þau af hreinni hugsanaþörf og könnunarþörf, nema til séu menn, sem spyrja ekki um annað notagildi en gildi rannsóknarinnar sem rannsóknar — og efast ekki um, að hver snös í klungrum þekkingarinnar sé athugunar verð. Sigurdur Nordal, Áfangar, 2. bindi bls. 23. Spurt er hver sé hlutur rannsókna í starfi háskóla. Þessi spurning kallar sjálf á rannsókn: Það er hvorki augljóst hver hlutur rannsókna sé í reynd í störfum háskólamanna né hver hann ætti að vera. Ennfremur er óljóst hvað telja beri til rannsókna, eða m. ö. o. hvaða starfsemi falli undir rannsóknir í háskólum. Án þess að orðlengja það frekar kýs ég að kalla rannsókn hverja skipulega viðleitni til að leita svara við spurningum sem miða að því að auka eða bæta skilning okkar eða þekkingu á heiminum eða tilteknum hlutum hans, s. s. á sjálfum okkur eða hugmyndaheimi okkar. Nú hef ég ekki rannsakað skipulega rannsóknir í háskólanum og get því ekki rakið neinar nákvæmar niðurstöður um þessi mál. En ég hef leitað svara við einni meginspurningu varðandi rannsóknir í háskólanum almennt og háskóla okkar sérstaklega: Hvers konar rannsóknum ef einbverjum er háskóla brýnast að sinnaf Hér geng ég að því vísu að háskóla beri að standa fyrir rannsóknum. Háskóli, universitas á fornu fræðimáli, er samfélag manna sem vinna að því að miðla þekkingu og afla þekkingar. En það segir sig ekki sjálft hvaða rannsóknir eða hvers konar rannsóknir það eru sem háskóla beri öðrum fremur að leggja stund á eða hvað telja beri rannsóknar virði í háskólanum. Þetta verður ekki tilgreint í lögum eða reglugerðum. Ástæðan til þess er sú að háskóli hefur frá fornu fari verið talinn eiga að vera sjálfstæð stofnun eða samfélag, en þetta sjálfstæði felur í sér tvennt: Annars vegar að utanaðkomandi aðilar, andleg eða veraldleg stjórn- völd, skuli ekki hafa rétt til þess að segja fræðimönnum háskóla fyrir verkum í störfum þeirra — hins vegar að í háskólum skuli hvaða hugmyndir, kenningar 358
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.