Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Qupperneq 18

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Qupperneq 18
Tímarit Máls og menningar boðnám (programmed learning). Dæmigert fyrstastigsnám er þegar dýr eru tamin og fólk þjálfað til mjög afmarkaðra starfa, einkum afar sérhæfðra tæknistarfa þar sem mikið liggur við að verkin séu unnin á aðeins einn veg. Þululærdómur er algengt form fyrstastigsnáms. Nám á öðru stigi Batesons einkennist af breytingum á skilgreiningunum eða forsendunum sem fyrstastigsnámið gengur út frá sem gefnum. Slíkt nám er t. d. fólgið í að breyta hugmyndum, skapa eitthvað sem ekki hefur verið lært áður, álykta, alhæfa á nýjan leik o. s. frv. Dæmigert annarsstigsnám er t. d. þegar nemandi uppgötvar reglu sem kennarinn styðst við eða samhengi milli ákveðinna og áður lærðra þekkingaratriða (fyrsta stig). Nám á þriðja stigi Batesons tekur til breytinga á grundvallarviðhorfunum að baki þeim hugmyndum sem við er fengist í annarsstigsnámi og teknar eru sem gefnar í fyrstastigsnámi. Bateson taldi að aðeins maðurinn (af þekktum dýrum) væri fær um þriðjastigsnám. Slíkt nám felur í sér gagnrýni og sjálfsgagnrýni, þ. e. að skoða sjálfan sig og umhverfi sitt frá ólíkum sjónarhólum. Segja má að fyrstastigsnám sé fólgið í að læra það sem nemandinn lítur á sem staðreyndir, annarsstigsnám sé að læra það sem hann skoðar sem hugmyndir og þriðjastigsnám tengist eigin heimsmyndum og grundvallar- viðhorfum. Þróunin verður þannig, að í huga einstaklingsins verður eins konar vitsmunalegur árekstur (þversögn) sem hann leysir úr með því að fara frá lægra til hærra námsstigs. Ef honum tekst ekki að leysa úr þversögninni (andstæðunum) á þann hátt, er hætt við að hann byrgi hana með sjálfum sér og einkennin birtist í formi streitu. Einkum eiga margir erfitt með að fara frá öðru stigi til þriðja stigs. Annarsstigsnám er afar fastmótað og venjubundið hjá flestum einstaklingum. Engu er líkara en að við höldum oft dauðahaldi í annað stigið og flækjum sjálf okkur í vef réttlætinga og sjálfsblekkinga fremur en að líta í eigin barm og leysa vandamálið með þriðjastigsnámi. Þverstæður sem við stöndum andspænis eða uppgötvum geta vissulega leitt til geðrænna vandamála ef við getum ekki leyst úr þeim, litið á þær sem andstæður sem unnt er að leysa ef kafað er dýpra. Hjá þeim sem komast yfir þessi vandamál verður þriðjastigsnám samsömun við eigin persónu í órjúf- anlegum tengslum við umhverfið, eitthvað sem nefna mætti á íslensku sjálf- semd (individuality) sem er allt annað hugtak en einstaklingshyggja (indi- vidualism). Möguleikar mannsins til menntunar eru tengdir hæfileikum okkar til að nema auðveldlega (eftir að ákveðinn þroski barna er tekinn út) á öðru stigi og að geta lært á þriðja stigi. Vel menntaður er sá maður sem ræður við nám á öllum þessum þremur námstigum og er fær um að tengja þau saman í gagnvirka heild. Kennarar og aðrir sem tengjast skólanum og hafa áhrif á
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.