Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Qupperneq 21

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Qupperneq 21
Stuðlar skólinn að betri menntun og auknu lýðrteöif ,,miðlungsnemendur“) lendi í öðrum hvorum hópnum sem áður var nefndur. Myndin sem dregin hefur verið hér að ofan er auðvitað einfölduð um of. Ætlunin er alls ekki að halda því fram að það sem sagt hefur verið skýri öll þau flóknu samskipti sem um er að ræðá í skólastarfi eða í tengslum við það. Tilgangurinn er að benda á nauðsyn þess að viðhorfin sem ríkt hafa, og ríkja enn, innan skólans og utan verði endurskoðuð ef við ætlum að gera skólann að þeirri menntastofnun sem við viljum öll að hann verði. Skóli sem leggur höfuðáherslu á fyrstastigsnám mun aðeins auka mismuninn milli einstakra nemenda og nemendahópa og því vinna gegn almennri menntun og bættu lýðræði. Við ætlumst til að öll ungmenni ljúki níu ára grunnskóla (hvað sem líður lagaákvæðum um skólaskyldu) og fái þar almennan undirbúning undir frekara nám og þátttöku í samfélaginu og því lífi sem einkennir tímabilið sem við nefnum stundum „fullorðinsárin“. Mikill hluti náms í svo nefndum sérskólum (t. d. iðnskólum) er almenns eðlis, þ. e. ekki bein þjálfun til ákveðinna starfa. Það nám sem við köllum oft „almennt bóknám“ á framhaldsskólastigi (hét áður „menntaskólanám") er að mestum hluta al- mennt. Hins vegar er einkennandi fyrir alla þessa skóla sem eiga að veita „almenna menntun“ að fyrst og fremst er krafist fyrstastigsnáms af nemend- um. Þótt fengist sé við ályktanir, viðhorf, skoðanir og kenningar í skólun- um er slíkt allt of oft gert út frá gefnum forsendum sem nemandinn sjálfur á engan þátt í að móta, hefur lítinn skilning á og á því erfitt með að samsamast. Reyndar einkennir nám af þessu tagi einnig þá skóla sem við nefnum háskóla í allmiklum mæli. Þessi ofuráhersla á fyrstastigsnám veldur almennu áhugaleysi margra nemenda og kennara, skorti á frumkvæði og flótta frá ábyrgð á eigin gerðum og annarra. Einkum er þetta áberandi á efri stigum grunnskólans og fyrstu árin í framhaldsskólum — en slíkt er ekki að undra því þá hafa nánast allir nemendur náð þeim almenna þroska sem nauðsynlegur er til annars- og jafnvel þriðjastigsnáms. Afleiðingin verður oft firring nemandans sem kemur í veg fyrir menntun. Ur skólunum komum við oft með meira og minna brenglaðar sjálfsmyndir — sum uppfull af menntahroka og vissu um eigið ágæti og hæfileika fram yfir aðra, önnur með minnimáttarkennd og vanmáttartilfinningu sem stundum nálgast það sem við nefnum „geðræn vandamál". Báðir jaðarhóparnir eru í raun álíka vanbúnir til þátttöku í lýðræðislegum athöfnum. Skólinn hefur ekki gefið þeim tækifæri til raunverulegrar menntunar — tækifæri sem þeir áttu þó kröfu til. Er þá fyrstastigsnám alltaf í andstöðu við menntun og menningu? Svarið við þessari spurningu fer eftir samhenginu sem við höfum í huga (skilningur 37f
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.